Flokkar

Gratineruð Lauksúpa

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.

Innihald

  • 50g smjör
  • 6-7 laukar
  • 2 hvítlauksrif
  • 2dl hvítvín
  • 2L kjötsoð
  • Tómatmauk
  • Rifinn ostur
  • Nokkrar ristaðar brauðsneiðar
  • Lárviðarlauf
  • Timian
  • Svartur pipar
  • Salt

Aðferð

  1. Grófsaxaðu laukinnn og hitaðu hann í smjörinu.
  2. Bættu hvítlauknum og kryddinu út í ásamt soðinu, hvítvíninu og tómatmaukinu og sjóddu í hálftíma.
  3. Skiptu súpunni í eldfastar skálar, settu eina ristaða brauðsneið ofan á hverja og svo rifna ostinn.
  4. Gratinerað í skálunum við 250°C þar til osturinn er orðinn fallega brúnn.

Umsagnir

Engar umsagnir