Flokkar

Kjúklingarúllur með mangósölsu

Atli Páll Hafsteinsson sendi þessa uppskrift inn 27. mars 2009.

starstarstarstarstar

Pönnukökur með kjúklingi og mangó/paprikusölsu.
Uppskriftin er nóg fyrir 2-3

Innihald

  • ** Kjúkklingur **
  • 3 kjúkklingabringur (eða annar hluti af kjúkklingi)
  • 1 msk nýpressaður appelsínusafi
  • 1 msk nýpressaður limesafi
  • 1/2 msk ferskur, saxaður kóríander
  • 1/4 tsk chilliduft
  • 1/4 tsk cayenne pipar
  • 1/2 tsk sykur
  • 1 msk olía
  • Mexíkanskar pönnukökur (eða annað pönnukökulegt brauð)
  • Sýrðurrjómi
  • Salatblöð
  • ** Mangósalsa **
  • 1 mangó skorið i litla teninga
  • 1/2 rauð paprika skorin í litla teninga
  • 2 vorlaukar, smátt skornir
  • 1/2 ferskur rauður pipar, saxaður (ég sleppti þessu þó)
  • 15 gr saxaður, ferskur kóríander (eða bara þurkaður)
  • 1 tsk lime börkur
  • 1 msk lime safi

Aðferð

  1. Skerið kjúkklinginn og blandið saman við appelsínu- / limesafa, kóríander, chilliduft, cayenne pipar, sykur og olíu. Látið marinerast í smá stund.
  2. Blandið öllu salsa hráefninu saman.
  3. Steikið kjúklinginn á pönnu.
  4. Smyrjið pönnukökurnar með sýrðumrjóma, leggið salatblað ofan á og þar eftir kjúkkling og sölsu.
  5. Njótið!

Umsagnir


Atli Páll Hafsteinsson starstarstarstarstar
2009-03-30T08:48:05
Hriklega ferskur og góður réttur, svo ekki sé minnst á einfaldur.