Flokkar

Súkkulaðiflaustur

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 29. desember 2009.

Þetta flaustur (fudge) er ljúffengt. Ef þú ert að flaustra í jólagjafirnar mæli ég með því að tvöfalda uppskriftina. Það tryggir að eitthvað verði eftir í pakkana.

Innihald

  • 300g sykur
  • 1,5 dl rjómi
  • 50g smjör
  • 200g sykurpúðar
  • 200g 70% súkkulaði
  • 100g suðusúkkulaði
  • 100g saxaðar pecan-hnetur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1 tsk salt

Aðferð

  1. Settu smjörpappír í eldfast mót og smurðu hann með smjöri.
  2. Blandaðu sykrinum, rjómanum, smjörinu og saltinu saman í pott. Hitaðu þar til sykurinn er uppleystur og blandan fer að sjóða.
  3. Lækkaðu undir pottinum þegar suðan kemur upp. Bættu sykurpúðunum í pottinn. Hrærðu í pottinum þar til sykurpúðarnir eru bráðnaðir
  4. Láttu sjóða varlega á blöndunni í um 5 mínútur. Hrærðu allan tímann.
  5. Lækkaðu undir pottinum og bættu súkkulaðinu saman við. Hrærðu þar til það er allt bráðnað og vel blandað saman við.
  6. Að lokum hrærirðu pecan-hnetunum og vanilludropunum saman við.
  7. Helltu öllu gumsinu í eldfasta mótið.
  8. Flaustrið er um tvo klukkutíma að kólna í ísskáp. Þegar það er orðið stíft er hægt að hvolfa því úr mótinu og skera það í neysluvænar molastærðir. Njótið vel!

Hægt er að nota möndlur, valhnetur eða hvaða hnetur sem er í stað pecan-hnetanna. Notaðu flaustrmyndaflugið.
Það er líka gott fyrir núggatnagga að skipta 100g af 70% súkkulaðinu út fyrir 100g af mjúku núggati.


Umsagnir

Engar umsagnir