Flokkar

Kartöflumús

Anna Soffía sendi þessa uppskrift inn 5. mars 2010.

Innihald

  • Kartöflur
  • Rjómi
  • Smjör
  • Salt og pipar
  • Kryddjurtir
  • Hvítlaukur

Aðferð

  1. Sjóða kartöflur og flysja
  2. Setja rjómann í pott og hita (Ekki sjóða)
  3. Útí rjómann er sett smjörið, salt og pipar eftir smekk
  4. Kartöflur saman við og þær stappaðar
  5. Vel pressaður hvítlaukur settur saman við og kryddjurtir
  6. Hrært vel saman og smakkað til, bætt í salti, pipar, jurtum og hvítlauk eftir smekk

Kryddjurtir mega vera hverjar sem er, fer eftir smekk hvers og eins. Má sleppa hvítlauk ef vill.
Mjög gott að steikja beikon og klippa beikonið í smá bita og bæta saman við.


Umsagnir

Engar umsagnir