Flokkar

Kjúklingur í freyðivínssósu

Hildur Þórðardóttir sendi þessa uppskrift inn 13. mars 2010.

Innihald

  • 180 gr. hrísgrjón
  • 4 kjúklingabringur, skornar í tvennt (með eða án húðar, betra með!)
  • 50 gr. hveiti
  • salt
  • pipar
  • 50 gr. smjör
  • 1 laukur, skorinn í fernt
  • 1 gulrót, skorin í fernt
  • 1 lárviðarlauf
  • 1/4 tsk. engifer
  • 1 bolli freyðivín (má vera óáfengt)
  • 100 gr. hreinn rjómaostur
  • 1-2 dl. rjómi
  • 250 gr. græn vínber

Aðferð

  1. Sjóðið grjónin og haldið heitum
  2. Blandið hveiti, salt og pipar saman í lítinn poka, setjið bringurnar í og hristið vel saman
  3. Steikið bitana upp úr smjöri
  4. Bætið lauk, gulrót, lárviðarlaufi, engifer og freyðivíni út í og látið þetta malla í um 25 mín.
  5. Setjið hrísgrjónin á fat og raðið kjúklingnum yfir
  6. Sigtið sósuna, bætið rjómanum og rjómaostinum saman við og hrærið í þar til hann er bráðinn
  7. Setjið vínberin út í
  8. Hellið hluta af sósunni yfir kjúklinginn og berið afganginn fram í skál

Umsagnir

Engar umsagnir