Flokkar

Veltisteikt nautakjöt með spergilkáli

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 11. febrúar 2012.

Ljúffengur og fljótlegur réttur.

Innihald

  • 400g nautakjöt, skorið í wok-strimla
  • 1 dl ostrusósa
  • 2 tsk sesamolía
  • 2 tsk sojasósa
  • 200g broccoli, skorið í munnbita
  • 50ml olía til steikingar á háum hita
  • Gott stykki af ferskri engiferrót, maukað
  • 3 hvítlauksrif, maukuð

Aðferð

  1. Blandið saman ostrusósu, sesamolíu og sojasósu. Setjið nautakjötið í poka og hellið blöndunni yfir. Látið marinerast í ísskáp í a.m.k. 1 klst.
  2. Hitið olíuna á mjög heitri wok-pönnu. Setjið hvítlauk og engifer í pönnuna og blandið vel saman.
  3. Setjið spergilkálið í pönnuna og steikið við háan hita í 5-10 mínútur. Takið spergilkálið til hliðar eftir steikingu.
  4. Setjið kjötið og marineringuna á pönnuna og steikið í 5-10 mínútur. Setjið sperglana aftur á pönnuna og blandið vel saman.

Berið fram með hrísgrjónum.



Umsagnir

Engar umsagnir