Helvíti, hér kem ég

10. janúar 2006

Ég dreif loksins mig niður í Hagstofu í dag og lét verða af því að segja mig úr þjóðkirkjunni. Ég hef lengi ætlað að gera þetta og þessi ruglaða umræða undanfarinna daga um samkynhneigða jólasveina (eða var hún um samkynheigða OG jólasveina?) var einmitt hvatningin sem ég þurfti til að nenna að klára þetta frá. Það er enginn tilgangur í því að vera að styrkja trúfélag sem maður finnur engan samhljóm með.

Afar fljótlegt og ég mæli eindregið með þessu fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á vitleysunni. Og þetta virðist vera óhætt, því ég er núna búinn að vera pólitískur heiðingi í tæpar átta klukkustundir og er a.m.k. ekki ennþá orðinn að saltstólpa.


Tjáskipti

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin