Hugi Þórðarson

Grátur og gnístran

Ég verð víst ekki Landróver-eigandi í þetta skiptið. Það vill enginn veita lán fyrir svona gömlum bíl nema gegn ábyrgðarmanni, og þar sem ég hef engan áhuga á að gera annað fólkt ábyrgt fyrir mínum fjármálum, þá ætla ég að sleppa þessu í bili *snýt* og nurla peningum þar til næsta tækifæri gefst.

Farewell my love, I hardly knew thee...

Ég skrapp annars upp í Krossinn í morgun í af-landróverun. Fín þjónusta hjá þeim, ég þurfti ekki að bíða nema í kortér og söfnuðurinn var mjög vingjarnlegur nema rétt á meðan hann var að særa úr mér óeðlið. Svo fékk ég líka eins árs ábyrgð þannig að ef ég kaupi Landróver innan þess tíma fæ ég endurgreitt að fullu.