Rusl

1. mars 2006

Á morgun ætla ég að elta uppi manngerpið sem hannaði farsímann minn, og þegar ég finn hann, ætla ég með tveimur fingrum og einni snöggri hreyfingu að svipta hann þeim munaði sem eðlilegar hægðir eru.

Ég þurfti ekki að láta vekja mig með litlum lagstúf klukkan 2 að nóttu, og það af alveg stórskemmtilegum draumförum, til að vita að síminn er að verða rafmagnslaus. Þessi símafjandi er eins og smábarn, grenjandi á næringu að næturlagi, ég var að því kominn að gefa honum brjóst í svefnvímunni.

Grrrr. Góða nótt.


Tjáskipti

Stefán Arason

Ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér, og get ekki alveg séð fyrir mér hvernig þú ætlar að nota 2 fingur og eina snögga hreyfingu til að svipta hann þeim munaði að hafa eðlilegar hægðir. Værirðu til í að útlista þessa tækni aðeins betur? Það er ekki nóg með að þú getur hreyft á þér geirvörturnar heldur getur þú líka gefið mjólk með þeim! Þú hefur afar fjölhæfar geirvörtur af manni að vera.

Hugi

Það kostaði mig þriggja ára klausturvist í Tíbet að læra gyhl-naid ristilsviptingu, eins og tæknin kallast, og ég get því miður ekkert látið uppi um hana án þess að rjúfa þagnareiðinn sem ég sór við inngönguna. Og mikið gríðarlega hef ég verið úrillur þegar ég vaknaði í nótt, þekki ekki sjálfan mig í þessari færslu!

Stefán Arason

En hún hefur skemmtilega fúla stemmningu yfir sér...svona eins og íslenskutímar hjá Þórði Jóhanns.

Lindablinda

Var einmitt mikið búin að velta fyrir mér aðferðinni. Náði þó að stoppa mig af rétt áður en ég ginnti tengdasoninn nærbuxnaglaða til að koma í smá leik.

Elín Björk

Hugi minn ég skal alveg skipta við þig í eins og eina nótt, þú vaknar með smábarninu og ég skal stinga símanum þínum í samband!

Hugi

Fallegt boð Elín :-). Tilkynning: Óskað er eftir fleira kvenfólki sem hefur áhuga á að "stinga símanum mínum í samband"

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin