Undirbúningurinn

10. mars 2006

Ég fékk áðan að upplifa skilgreininguna á orðinu "geðveiki". Það er afar undarleg tilfinning að leita að stæði í Kringlunni klukkan hálf-fimm á föstudegi á meðan maður hlustar á sverðadansinn spilaðan á túbu, banjó og harmonikku.


Tjáskipti

Lindablinda

Bíddu......var hljómsveitin okkar Kalla í útvarpinu???? Og við sem erum ekki einu sinni búin að taka upp!!!!!!!!!!!!

Kalli

Við stofnum sko ekkert fjandans cover band! Frumsamið og hananú! Má samt alveg nota túbur og harmóníkur. Er samt ekki viss með banjó...

Hugi

Samt mjög áhugaverð hugmynd að stofna svona Khachaturian cover-band, það er náttúrulega gjörsamlega sveltur markaður í dag.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin