Lost

15. mars 2006

Íbúðin mín er núna ein rjúkandi rúst, hún lítur út eins og ég hafi komið kófdrukkinn heim og reynt að eiga, eh, innileg samskipti við innbúið.

Þetta byrjaði allt fyrir hálftíma. Ég kom heim og gekk beint inn í rútínuna mína sem felst í því að fara í fartölvuna og athuga hvort einhver hafi sent mér póst á korterinu frá því ég yfirgaf vinnuna (já, Internetfíkn er aldrei falleg sjón). En - ég fann hvergi tölvuna. Ég hoppaði út um íbúðina eins og móðursjúk hæna og leitaði hennar allsstaðar, undir borðum, ofan í baðkarinu, inni í ísskáp (tölvan væri ekki það furðulegasta sem ég hef sett inn í ísskáp), allsstaðar. Enginn árangur, tölvan var gjörsamlega horfin af yfirborði jarðar líkt og sjálfsvirðing Geirs Ólafssonar.

Ég var eyðilagður maður, ónýtur af sorg, og fór inn í svefnherbergi með sjötíu pakka af parkódín-stílum til að enda kvölina og kveðja þennan heim. Og viti menn, í rúminu, undir sænginni, var tölvan. Ég faðmaði hana.

PS: Takið sérstaklega eftir því hvernig titill þessarar færslu virkar bæði á ensku og íslensku. Ef þetta er ekki framúrskarandi dæmi um ótrúlega ritsnilld, þá veit ég ekki hvað.


Tjáskipti

Kibba

já þessar elskur geta falið sig á ótrúlegustu stöðum. Kærastinn minn, Tölvar M. Dell, lét sig einmitt hverfa um daginn. Leitaði eins og sjálfstæðismaður að kúlinu, að ást-telvi mínu og fann hann að lokum inní fataskáp!! Ég dró þá mjög svo rökréttu ályktun að hann hefði eitthvað kvenfata fetish og því leyfi ég Tölvari að ganga í g-streng og nælonsokkum einn dag í viku.

DonPedro

Parkódín stílar? Custom Job?

Hugi

Ég bara hef ekki getað hætt að hugsa um stílasjálfsvígið frá því að þú nefndir það um daginn. Og ég get núna staðfest að ef það er eitthvað sem þú vilt ekki fá á heilann, þá er það stílar - og hvað þá þarmur með 200 slíkum.

Hugi

Kibba, Tölvar er einstaklega heppinn, ég vona að mín tilvonandi, hvar sem hún leynist, muni skilja mig svo vel þegar ég læsi mig inni í fataskáp í G-streng og nælonsokkum.

Lindablinda

Bíddu, Hugi.... allir menn gera það ........er það ekki????

donPedro

Stílarnir eru parasetamól, parasupp. Parkódín stílar er held ég eitthvað sem markaðurinn þarf. Nýjung. Ég er að fara á fund með Actavis mönnum á morgun. Þarf örugglega ekki nema 70 svoleiðis stíla í brúna lónið.

Hugi

Þú ert aðeins of seinn, þeir eru komnir á sporið: http://www.doktor.is/lyf/lyf.asp?id=3512 Ætli það sé einn maður sem segir á öllum R&D-fundum um ný lyf hjá Actavis: "Jú, þetta er ágætis lyf, en getum við búið til stíl úr því? Það er það sem fólkið vill." Og Linda, ég held að flestir eðlilegir karlmenn stundi þetta, en það virðist meira móðins að koma út úr skápum þessa dagana en að fara inn í þá.

Harpa

Wahahaha. Góður! Já svona, inn í skápinn strákar :-D

Hugi

Heh, "Inn í skápinn 2006". Gæti orðið óvinsælasta skrúðganga í sögu Reykjavíkurborgar.

Sveinbjörn

Var rúmið heitt þegar þú fannst tölvuna? Kannski er hún ekki jafn trú þér og þú heldur!

DonPedro

Bisnesshugmynd... Af hverju að taka lýsi úr skeið eða pillu þegar maður lyktar eins og hvalsnári í kjölfarið? Lýsis-stikkpillurnar frá Lýsi. Hvað annað getum við sett í stikkpilluform? Mat? tónlist? iStick bassaboxið?

Kibba

haha.... boombutt

Kalli

Sko... þó maður sé með stíla þarf maður ekkert að troða þeim þar sem sólin skín ekki ef maður ætlar að farga sér. Ég er bara ekki alveg viss um hvort er óvirðulegra að deyja með 200 stíla í óæðri endanum eða með þá í maganum...

Lindablinda

Maganum. Alveg á tæru. Hver étur endaþarmstíl?

Hugi

Heyrðu, þetta er snilldarbisnesshugmynd. Hugsið ykkur hvað þetta mundi spara mikinn tíma, maður setur í sig einn skyrstíl á morgnana áður en maður hleypur út, og svo kemur maður heim á kvöldin og fær sér ein lambakjötsstíl áður en maður fer í bíó. Sveinbjörn, tölvan mín er alltaf mér alltaf trú. O ég er bara alveg sáttur við að eiga eina sem bíður mín í rúminu þegar ég kem heim.

Harpa

Mín bíður mín líka alltaf í rúminu, eða nálægt því. Þær eru dásamlegar þessar elskur. Svo er fólk (fífl) hissa, jafnvel hlessa, yfir að maður taki þær framyfir allt annað... dæs Ég endurtek og stend við það... það var ekki fyrr en ég kynntist henni Gateway (Skjöldu) minni sem ég vissi hvað það er að vera ástfangin.

Harpa

Elsku kæri Hugi minn. Viltu undir eins, (af því ég veit þú ert vakandi núna) láta síðasta eNnið hverfa úr síðasta kommentinu frá mér á síðunni þinni grænu?? Ég er tilbúin að múta þér ef samkomulag tekst ekki strax!

Hugi

Nei sko, svo þú ert málfarsfasisti eins og ég. Oh, Við erum svo miklu betri en annað fólk, Harpa, að það er ekki fyndið. Ég heyrði einmitt í dag mann segja "mér hlakkar til" og mig langaði til að stinga hann í augað með gafflinum sem ég hélt á.

Harpa

Ohh já, svo miklu, miklu betri. Já, og TAKK, fyrir að láta þessa viðurstyggð hverfa. Mikið vildi ég að þú hefðir frekar haldið á hníf... og látið vaða. eawahamwahaha, ehm

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin