Í leit

26. mars 2006

Það er leiðinlega auðvelt að staðna algjörlega þegar kemur að tónlistarsmekk og það hefur verið að henda mig í auknum mæli undanfarin ár. Þegar ég var strákskratti á landsbyggðinni heyrði ég aðeins djass og klassík og hugsaði þá "heyrðu, þetta er fínt" og svo hlustaði ég bara á djass og klassík næstu tuttugu árin. Allt þar til nú. Þessi helgi fór í að víkka tónlistarlegan sjóndeildarhring undirritaðs.

Ég fékk Knútinn, þekktan smekkmann, til að velja ofan í mig nýja tónlist og hann brást ekki vini í neyð frekar en fyrri daginn. Nú er ég búinn að sitja límdur við letistólinn og leita að einhverju sem mér líkar, hef hlustað af áfergju á Steely Dan, Gentle Giant, Phish, Maharavishnu Orchestra og margt fleira sem hefur ekki átt greiða leið að hlustunum á mér hingað til. Ég geri ráð fyrir að standa tónlistarlega endurfæddur upp úr stólnum eftir nokkra daga, með smekkvopnabúr sem ætti að duga mér í a.m.k. nokkrar Amazon-körfur.

Það er þegar komin ein viðbót við uppáhaldslistann, Donald nokkur Fagen og þá sérstaklega diskur með honum sem heitir "Morph the Cat" og er æpandi snilld. Hugi-recommended™.

Nú vantar mig fleiri ábendingar á góða tónlist og ef einhver nennir að sá nokkrum tónlistarfræjum í tjáskiptin þá eru þau vel þegin.


Tjáskipti

Stefán Arason

You asked for it!: -Ég var að kaupa mér diskinn "Blood Money" með Tom Waits á Music Store, iTunes. Heillandi í ljótleikanum. -Peter Gabriel. Platan So er góð. Hef trú á að allar plöturnar hans eru góðar. -Sigurrós: ( ) og Ágætis Byrjun. (mér finnst Takk of mikið háir falsetturtónar og klukkuspil) -Ryan Adams: Jón ætti að geta fundið eitthvað gott handa þér þar. -Magnús Þór Sigmundsson: Börn & Dagar, Hljóð er nóttin. Frábært popp. -Kaizers Orkestra: Evig Pint. Góð plata, með hugmyndaríkum útsetningum og góðum laglínum. Skemmtilega hráir. -Georg Crumb: Black Angels...eitt besta verk sem samið hefur verið á seinni árum. -Stefán Arason: www.arason.net/listen.htm afar gott tónskáld, þó ég segi sjálfur frá. Já...láttu svo vita hvað þér finnst best ;-)

Stefán Arason

...og ég er farinn út í búð að kaupa "samruna köttinn"...

Lindablinda

Á ég að trúa því að þú sért kominn úr mútum en hefur ekki fyrr en nú hlustað á Steely Dan og/eða Donald Fagen?????? Hvað með Aztec Camera? Prefab Sprout? Cesaria Evora? Squeese?... og þetta er allt gamalt. Kannski aldrei heyrt um Þursaflokk eða Spilverkið heldur??????? Svo er must....... Cirque du Soleil - Allegria

Hugi

Ahhh, snilld takk, fullt, fullt af tónlist. Jújú, ég er tónlistarlegt viðundur, staðnaði fljótlega eftir rómantíska tímabilið í klassíkinni og hef aldrei farið langt fram úr bíboppinu í djassinum. Ég þarf að fara að skjala framfarirnar á síðunni svo þið getið hjálpað mér að þroska nokkur hár á tónlistarsmekkinn. Ég hef annars heyrt í þessum Stefáni þarna, hann er ansi góður og var víst sérstaklega þekktur fyrir hógværðarlega afstöðu gagnvart eigin tónsmíðum ;-).

Kibbster

Ég gæti hrist um 300 hljómsveitir fram úr erminni fyrir þig....... og þú ekki fílað neina einustu þeirra :D

Simmi

Bíddu datt ég inn í aðra vídd eða hvað gerðist eiginlega? Anyway - hér eru mín 2 cent í tónlistaruppeldið þitt. Kraftwerk (http://www.kraftwerk.com/), Carl Craig (http://www.planet-e.net/), Giorgio Moroder, Chic & Coldcut (http://www.coldcut.net/coldcut/). Líklega þau 5 nöfn sem ættu að vera hluti af góðu tónlistaruppeldi:-)

Simmi

Og hvernig er þetta eiginlega með þetta tjáskiptakerfi þitt að styðja ekki html tög? :-)

Hugi

Heyrðu, láttu reyna á það Kibba, en vertu góð. Þakka þér Simmi, öll innlegg eru vel þegin. Já, ég þarf að fara að endurskrifa þetta tjáskiptakerfi, það er barn síns tíma (febrúar). Ég tók mér það bessaleyfi að laga póstinn þinn :-).

Simmi

Takk fyrir að hafa lagað þetta hjá mér - miklu betra svona. Ég var svo að detta um þetta meistarastykki - My Life In the Bush of Ghosts eftir þá félaga Brian Eno og David Byrne - sem er komið í fullri útgáfu á Netið með Creative Commons réttindum - sem þýðir að þú og ég getum endurhljóðblandað eins og við viljum. Þetta er frábært verk - endilega kíktu á http://www.bush-of-ghosts.com/

Kibba

Skoh, Kraftwerk eru alltaf góðir og standa fyrir sínu. Síðan er Keane og Radiohead mjög jafnar og hlustilegar hljómsveitir sem flesitr fíla. Síðan rokkar Dusty Springfield feitast. Sem og Dixie Chicks. Síðan mæli ég með Opeth, Children of Bodom, Metallicu (að sjálfssögðu), Billy Idol klikkar ekki fyrr en fyrri daginn. Type O Negative kemur manni alltaf í gott skap og Static X kemur blóðinu af stað. Síðan má ekki gleyma Aerosmith, Iron Maiden og AC/DC. Iggy Pop er svalur og meistarar Motorhead líka. Ef maður vill hafa rokkið sitt sykurhúðað þá eru Bon Jovi fínir og Kelly Clarksson að sama skapi. Einnig eru Smashing Pumpkins með hlustileika upp á 10. Ef maður vil eitthvað eldra þá er TIna Turner brill og Randy Crawford líka. Síðan má ekki gleyma Pink Floyd, Black Sabbath og Led Zeppelin sem ásamt Queen og Judas Priest geta stytt manni stundirnar. Twisted Sister kemur þarna hress á eftir. Svo er alltaf gaman að gerast soulisti og hlusta á Stevie Wonder, Jamas Brown og síðan Lionel Ritchie á milli. Maður getur síðan endað sessionið með rólegum píanótónum Söruh McLachlan. Ef þú fílar síðan Radiohead þá er Christopher O' Reilly alveg málið. En hann er konsert píanisti sem tók sig til og tók upp píanóversjón af öllum Radiohead lögunum. Þetta heppnaðist svo vel að Radiohead virðast vera amatörar í samanburði við hann. Fönkí skap? já þá eru Red Hot chilli peppers mættir á svæðið. Ef þér finnst það of rokkað en vilt samt fönkið þá er Jamiroquai og funkadelic ágætis kostur Svo restin: Rob Zombie Rage against the machine Prince Pantera Ramones Anthrax White Stripes The Who Rolling Stones SlipKnot Nightwish (óperumetall.. pjúra snilld) Bob Marley (bara klassi) Cream og Eric Clapton bara almennt Deadsy Cure Clash Sex Pistols Oasis Murderdolls Duran Duran Cranberries Deep Purple Jæjah... þú ættir að geta fundið örugglega eitthvað við þitt hæfi þarna Ef ekki þá er www.pandora.com fín síða fyrir þig.

Kalli

Tvö orð: Arcade Fire. Annars er ég að mestu leyti á kafi í amerísku indí og bresku nýnýnýnýnýbylgjunni núna. Mikið gott í báðu. Svona þegar ég er ekki að hlusta á NEU! og Richard Galliano. Ég gæti röflað endalaust en, síríöslí: Arcade Fire. Bara ein plata með þeim, Funeral, og hún er bara frábær.

AlanHudson

Kynntu þér Dead Can Dance.

Kalli

Æi... ég ræð ekki við mig en ætla samt að sleppa því að búa til tæmandi lista frá The Kinks til Maxïmo Park. Mig grunar bara, einhvers vegna, að þú hefðir gaman að In The Reins með Iron and Wine / Calexico. Í versta falli hefðirðu gaman að textunum hjá Art Brut á plötunni Bang Bang Rock and Roll. Þetta fjallar um hluti sem við nútímamenn skiljum: risvandamál, fjölda SMS vegna nýrrar kærustu, glannalega aðdáun á nútímalist og bankarán á vegum Rauðu herdeildanna.

Stefán Arason

HAHAHAHAHA! Aumingja Hugi...eeeelsku kallllinn! Hann fær sennilega gubbupest af öllu þessu blandi. He asked for it! He got it! Toooyyyyooootaaaa En ég hlakka mikið til að heyra í kappanum eftir að hann hefur heyrt Motorhead, Iron Maiden, Megadeath, Pantera etc. :-)

Daníel

Hugi á eftir að endurfæðast sem goth týpa, með sítt, svart hár, málaður fölbleikur í framan, og mun aldrei sjást í neinu öðru en svörtu leðurdressi og frakka í stíl. Fyrir utan náttúrulega korselettur, ég efast um að Hugi muni nokkurntímann hætta að láta sjá sig í þeim. Að öðru (og já, því sem þessi bloggfærsla snerist víst um...), hefurðu kynnt þér Smaladrengina? Mér skilst að þeir séu svona ansi hreint efnilegir ungir piltar. Ég er reyndar hlynntari því að benda mönnum á tiltekin lög frekar en bara hljómsveitir almennt. Það er svo mikið af hljómsveitum sem gefa út 99% rusl (eða 100% nælon, eiginlega sami hluturinn), en svo leynist kannski eitt og eitt gullkorn inn á milli. Þannig má nefna My Sharona með The Knack (man ekki eftir einu einasta öðru lagi með þeirri sveit í augnablikinu), She's come undone með The Guess Who (aftur: eina fræga/góða lagið þeirra sem ég man eftir) og svona mætti lengi telja. Persónulega mæli ég svo með að byrja á Make me Smile með Duran Duran, og Since I've been loving you með Led Zeppelin. Bara svo maður byrji einhversstaðar.

Jóhanna

Sérstaklega góður með viskíi trúi ég er Serge Gainsbourg - algjör snillingur. http://sergegainsbourg.artistes.universalmusic.fr/800/home/f_hpbis.html

Lindablinda

Fyndið. Maður þorir ekki að koma með allt sem manni dettur í hug af áhyggjum af því að verða sér til minnkunar, en svo sjá aðrir bara um að dæla inn því sem maður sleppti. Frábært! Sammála Hudson - tékka á Dead Can Dance og svo Penguin Café Orchestra. Janis Ian og James Taylor fá þig svo til að gráta af því að þú ert svo mjúkur maður :-) Svo er bara að hella sér í diskóið og Supertramp og fara endanlega yfirum!!

Kristín Björg

Má ég nefna Marianne Faithfull - Kinks - Brian Ferry - fleiri hugmyndir seinna....

Lindablinda

Sko! Áfram heldur það. :-) Ég hefði getað gefið þér allan listann ( fyrir utan tónskáldið Stefán). En ég er að gera mér grein fyrir að ég er með ROSALEGA breiðan tónlistarsmekk!! Það er greinilega eitt að alast upp í sveitinni en annað á mölinni.

Hugi

*glúgg glúgg* <- Hugi að drukkna í tónlist. Þetta er náttúrulega bara snilld, ég ætla að fara með þennan lista í gegnum eimingartækin og skilvinduna og legja við hlustir. Ég verð svo í sambandi aftur fljótlega upp úr áramótum. Og Daníel, mig hefur alltaf langað að demba mér í Goth-stílinn, þetta er líklega einmitt tækifærið.

Stefán Arason

Einhvernvegin finnst mér að Lindablinda hafi ekkert sérlega breiðan tónlistarsmekk, hafi hún ekki heyrt músík eftir hið hógværa unga tónskáld Stefán Arason :-)

Kalli

Svo er kannski vert að benda á www.emusic.com til að kynna sér tónlist ódýrt. Í versta falli getur Hr. Hugi notað opnunartilboðið til að bæta í jazzsafnið. Þér er líka óhætt að senda mér línu... sko, right back at ya.

Lindablinda

Fyrirgefðu mér Stefán - en hvar er hægt að nálgast snilli þína? Tek fram að ég er ekki með hljóðkort í tölvunni.....eða, það er dáið.

Lindablinda

Hugi...please......snili????? you fix, yes?

Stefán Arason

Nje nje nje nje nje nje! snili snili snili!!! Linda skrifaði SNILI en ætlaði að skrifa SNILLI !!! Nje nje nje nje nje! hehemm...já...SNILLI hr.Stefáns Arasonar má finn á síðunni minni, www.arason.net, undir liðnum "listen". Einnig má heyra það nýjasta á þessari síðu: www.arason.net/hvil.htm já já....hógværðin lengi lifi!

Sveinbjörn

Þú þarft auðvitað bara að hætta þessu rugli og fara að hlusta almennilega á allt Tom Waits stöffið sem ég lét þig hafa. Og ef þig langar í meira, þá á ég manninn komplet í stafrænu formi.

Hugi

Jæja, ég er að drukkna í vinnu sem stendur en mun setjast niður með flösku af Chateau Lafite '45 um helgina og vinna mig í gegnum allan listann. Sveinbjórn, Tómas Bíður er tvímælalaust ofarlega á hlustunarlistanum, snillingur sem hann er.

Steinunn Þóra

Enn vantar nokkra góða þó svo að listinn sé orðinn ansi langur. Legg til að þú kannir Pixies Blondie Joy Division The Smiths og Morrisey Pilsner Urquell og Budveiser Budvar eru drykkir sem eiga vel við þessa tónlist.

Kalli

Kona sem fílar síðpönk OG alvöru pilsner? Ég trúi nú ekki hverju sem er!

Stefán Arason

hey Sveinbjörn, má ég fá Waits complet líka?

Harpa

Héddna, í æsku reyndist mér vel að hlusta á rás 2 [shy] [wink]

hildigunnur

Schnittke James McMillan já og svo nottla þessi þarna Hildigunnur ;-)

Sveinbjörn

Sjálfsagt mál, Stefán. Ég skal skella honum upp á password-vernduðu URLi handa þér. Ímeilaðu mér bara úr ímeil addressunni þinni, og ég skal senda þér slóð og lykilorð.

Sveinbjörn

Heyrðu, default leturstærðin á þessari síðu þinni er of smá, Hugi. Ég þarf iðulega að ýta á Cmd-+ í hvert skipti sem ég skoða hana. Skamm, mister vefari.

Daníel

Ég sé bara ekkert að þessari leturstærð. Ekki frekar en inni á mbl.is svona sem dæmi.

Kalli

Mér fannst letrið ekki mega vera stærra svo ég ræsti varavafrann. Hólímólí, þvílíkur munur á einni einfaldri síðu! Ég er að giska á að Safari sýni 12 punkta Lucida Grande í meginmáli en er alls ekki viss um hvað Camino sýnir þar. A.m.k. virkar letrið nokkru smærra en ekki of smátt. Síðan er bara miklu flottari í Camino. Nema letrið sem er mun laglegra í Safari...

Hugi

Þar sem síðunni minni var líkt við mbl.is hér að ofan er greinilega kominn tími á næstu heildaryfirhalningu. Sest niður um helgina með nýju tónlistina í eyrunum og CSS-a eins og vindurinn.

Kibba

Ef þú ætlar að breyta lúkkinu á síðunni þinni, mæli ég með sjálfsmynd í hausinn. Getur haft mynd af þér í nýja leðurgrímu og pinnahæla outfittinu þínu.

Hugi

Æ, ég veit ekki, eru ekki pinnahælarnir svolítið formlegir fyrir svona daglegar pælingar? Var frekar að spá í Manolo-gaurana, sígildir og smekklegir og passa vel við grímuna.

Sveinbjörn

Leturstærðin á mbl.is er langt frá því að vera til fyrirfmyndar. Fyrir vikið þá les ég ávallt þessa útgáfu: http://www.mbl.is/mm/greinilegur

magnus

David Bowie 1970-1980 Nick Cave 1984 - 1994 (Let Love In) Velvet Underground (Bananaplatan +Velvet Underground platan) Lou Reed - Transformer Leonard Cohen - Songs of love and hate Bob Dylan - Bringing it all back home Rolling Stones 1968-1972 Einztuerzende Neubauten - Halber Mench Tindersticks - Curtains PJ Harvey - To Bring you my love

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin