Ahhhhhh

31. mars 2006

Þótt þetta hafi verið skemmtileg tónlistarvika og ég hafi kynnst mögnuðu magni nýrrar tónlistar þá jafnast nú fátt á við að hlusta á Oscar Peterson og Count Basie leika sér saman. Mér líður eins og ég sé kominn heim eftir langa dvöl í ókunnu landi.

Það er erfitt að kenna gömlum hundi að rokka.


Tjáskipti

Kalli

Þú sleppur ekki svona ódýrt. Við viljum skýrslu með nákvæmri úttekt.

Hugi

Hún kemur, hún kemur - það bara tekur tíma að tilkynna um svona mikið efni, og ég er ekki búinn að hlusta á nema brot. Sver að þetta er bara stutt frí í kvöld.

Lindablinda

En að kenna lúnum Huga að skokka? Er búin að vera að reyna að fá minn til að stilla á svefn-mode, en hann æðir bara áfram. Þetta verður sem sagt ein af þessum nóttum. Kannski ég prófi bara að skella Óskari og greifanum á........Nei, vond hugmynd.

Kibba

Children of Bodom Já...ég hef ekkert meira um málið að segja. Mein kleine vaffl.

Einar Solheim

Fyndið... ég er ekki viss um hvort hann Hugi eða Lindablinda skrifi meira á þessu bloggi :) 2 blogg á verði eins!

Lindablinda

Ég blogga meira, ekki spurning enda er þetta bloggið mitt.

Hugi vaffla

Orðatalning leiðir í ljós að Linda hefur skrifað 21,6% meira en ég á þessum vef og er því réttmætur eigandi hans. Nýtt lén, linda.karlmenn.is verður virkt fljótlega, en hugi.karlmenn.is verður framvegis notað til að selja stinningarlyf frá Rúmeníu.

Kalli

Ég ætla að fá tvö glös af rúmensku stinningarlyfi. Handa Eddie Argos félaga mínum að sjálfsögðu!

Hugi

Vá, fyrsta stóra pöntunin! Sendingin fer af stað í næstu viku, það er verið að safna saman nægilegu magni rauðkáls og hreinna meyja í uppskriftina.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin