Gestur á heimilinu

17. ágúst 2006

Stundum er gott að vera þessi mjúki, mjúki maður sem ég er, en því fylgja líka ókostir. Ég á til dæmis erfitt með að gera nokkurri lifandi veru mein. Það á því miður líka við um skordýr sem þýðir að ég eyði jafnan stórum hluta minna sumra í æsta eltingarleiki við ýmis fljúgandi smákvikindi sem slysast inn í íbúðina. James ekki meðtalinn.

Yfirleitt fá þessi grey frelsi þegar ég er búinn að klófesta þau, en í fyrra þegar geitungastríðið stóð sem hæst byrjaði ég að taka stríðsfanga. Og fóðra þá. Og fylgjast með þeim.

Nú gæti einhver sagt: "Hugi, það er ekki heilbrigt að halda flugum föngnum og fóðra þær og fylgjast með þeim tímunum saman. Og það er ekki heldur heilbrigt að gefa þeim nöfn og bjóða þeim góða kvöldið þegar þú kemur heim úr vinnunni. Og það er náttúrulega alveg ga-ga að horfa í spegil, tala við sjálfan sig og kalla sig "Lord of the Flies"".

Þessu er ég auðvitað ósammála, þetta er allt mjög heilbrigt. Ég er með afbrigðum heilbrigður.

En já, meðfylgjandi er mynd af nýjasta húsgestinum. Hann kíkti í heimsókn í kvöld, heitir Jónatan Schopfenhauer Aðaldal (kallaður Nonni) og er þarna að gæða sér á dýrindis hlynsírópi. Það er alltaf gert vel við gesti á þessu heimili, sama hvaða stjórnmálaflokki eða dýrategund þeir tilheyra. Genfarsáttmálinn er virtur að fullu á Hagamelnum.

Og nú væri það sérdeilis fínt ef ég næði að sofna, takk. Bölvaða flugþreyta.


Tjáskipti

Fríða

Svona á að fara að! Loksins einhver sem kann á geitunga. Nú tek ég gleði mína á ný :)

Elín

Vá núna skammast ég mín fyrir að grilla allt sem kemur inn til mín....... neiiiii djók! Á ég að senda þér spaða frá Foetsie? hí hí

Siggi Óla

Meinarðu flugUþreyta?

Hugi

Já Fríða, maður verður að koma vel fram við allt og alla. Eða a.m.k. ég, því þannig og aðeins þannig gæti ég mögulega hreinsað mitt skítuga karma og mögulega sloppið við að koma til baka sem einhverskonar fótsveppur í næsta lífi. Já Elín, ég sagði fótsveppur! HAHA Siggi, ég verð að muna þennan ;-).

Carlo

Afbrigðilega heilbrigður, Hugi?

Elín

Vá hvað mig langar að vita hvað þú gerðir til að skíta út karmað þitt.... ...ég get ekki gert mér það í hugarlund, ég er meira segja viss um að þú yrðir indæll fótsveppur :)

Hugi

Jújú Carlo, miðað við lífshætti undanfarinna ára þá er ég tvímælalaust afbrigðilega heilbrigður. Ég ætti að vera löngu kominn inn á eitt af þessum hælum þar sem maður fær að sitja undir teppi í hjólastól og er mataður á ávaxtamauki. Elín, þetta er uppsöfnuð skuld, svona karma-yfirdráttur :). Og jú, takk, ég held að ég gæti alveg orðið ágætis fótsveppur.

anna

Já. Þeir geitungar sem leggja leið sína inn í mína íbúð hljóta eilítið öðruvísi örlög en Nonni. Ég eiri engu.

Gestur

Ég kann ekki við að fólk haldi að ég sé að heimsækja þig. Þú skrifar svo mikið um náið samneyti kynj... eeer... tegundanna. En, hvaða vextir eru annars á þessum karmayfirdrætti?

Kibbster

Ég safnaði kóngulóum og fiðrildum hér í den og lék mér að því að veiða hrossaflugur til að mata kóngulónna. Þetta var ógisslega gaman. Segiði svo að kind sé ekki góð við dýrin.

baun

kind er ekki góð við dýrin

Harpa

Baun. Við erum að tala um að þú.... tekur áskorun, frá KIND! hahaha

Harpa

Hugi. Þú ert au..... æi nei ég get ekki sagt það. Þú ert au... ðvitað góðut maður :D

Harpa

vona að þú munir að té er við hliðina á err á lyklaborðinu.. Þú ert góður maður. Alveg skelfilega :)

Hugi

Jújú, Anna, þess vegna fel ég Nonna þegar þú kemur í heimsókn. Ég sá æstan morðglampann skína úr augunum á þér þegar þú sást hann. Gestur, ef þú kæmir í heimsókn þá hugsa ég að ég mundi líklega ekki steypa yfir þig glasi og fóðra þig á hlynsírópi. Ég á ekki nógu stórt glas. Kibba þó! En þetta er frábær hugmynd, ég ætla að finna hrossaflugu og útvega Nonna félagsskap. Svo ætla ég að skrifa bókaflokk um ótrúleg ævintýri og forboðnar ástir hrossaflugu og geitungs. Þó ekki búinn að gera það upp við mig hvort þetta verði sakamálasögur eða sjálfshjálparbækur. Ha Harpa, hvað er ég? Aufúsugestur? Aukaleikari? Aurasál? Auglýsingahönnuður? Augnlæknir? Nú týndirðu mér alveg ;). Og takk, en ég veit nú ekki hversu góður ég er :-) Þú hefðir átt að sjá mig í þessi tvö-þrjú skipti sem ég hef reiðst. Þá er ég ekki góður.

Carlo

Hugi, ég er forvitinn að vita hvað þér finnst um diskinn sem ég lét þig fá. Láttu mig hafa það óþvegið, stóri strákur.

Lindablinda

Stóri strákur!!??

Harpa

Ætlaði sko að segja au....li, en þá þurfti ég að skjótast frá til að drepa kóngulóardruslu svo ég steingleymdi því. Sem betur fer, því það segir enginn svoleiðis hvorki við, né um, strák sem gerir ekki flugu mein. [herkæmisvoengillefhannværiibodi]

Harpa

Carlo; Stóri strákur my ass......

Hugi

Harpa, fyrst ætlarðu að kalla mig aula, og svo kallarðu mig <em>lítinn</em>. Ég fer nú bara að gera ráðstafanir til að banna IP-töluna þína. Eða þá að ég eyði síðustu skoðun á bílnum þínum og sendi svo mennina með klippurnar MÚHOHOHO :-). Heyrðu, Kalli - ég var búinn að setja diskinn inn á iPoddinn en á eftir að hlusta á hann. Tek törn á honum í kvöld. Hlakka til - sérstaklega þar sem ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er.

Carlo

Ég bíð sperrtur.

Harpa

Ég kallaði þig ekkert lítinn. Þetta átti sko að vera ljótur hommabrandari ætlaður Carlo. Endalaus misskilningur :-)

Hugi

Æ, Harpa, ég fatta aldrei þetta hommaelement. Gallaður gaydar. Þakka mikið fyrir að vera hinskynshneigður sjálfur, annars væri lífið lítið spennandi. Carlo, þessi diskur er frábær. Ég er reyndar bara búinn að taka netta frumhlustun en ætla að taka hann betur á morgun. Ég er sérstaklega hrifinn af fimmta laginu, gaman að heyra djass-rapp-blönduna, fer merkilega vel saman. Takk fyrir mig!

Carlo

Mikið er ég glaður. Hvaða sterku viðbrögð sem eru hefðu skemmt en mjög gaman að þessi curveball hafi skemmt :)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin