Fjör í ræktinni

30. janúar 2007

Gaman að því hvað líkamsræktarstöðin mín tekur á sig hressilegan blæ í janúar, þá fyllist hún af fólki sem berst með sársaukasvip við að særa út jólamatinn með sjálfsmeiðingum.

Hér er mynd af sjóninni sem blasti við mér þegar ég mætti í ræktina síðast. Ef vel er að gáð má sjá Ágústu Johnson sitja í þjálfarastólnum aftast. En hún er einmitt afar lagvís og dugleg að æfa sig á trompetið.


Tjáskipti

baun

hef einmitt heyrt af þessum eftirlitsmyndavélum í Laugum. agalega óflatterandi að sjá fólk svitna svona.

Hugi

Jájá, það þyrfti náttúrulega að taka þetta mál upp við Persónuvernd. En ég ætla samt að fá uppskriftina að súpunni sem er verið að elda þarna, afar girnileg að sjá, smjatt.

Fríða

Ég sem var viss um að ég hefði séð til þín á harðahlaupum meðfram sjónum þarna á leiðinni út á Nes. Svona er ekki umhorfs þar. Eða utan af Nesi kannski.

Stefán Arason

Er uppskriftin af súpunni kominn inn á feedr?

Elín

oh ég vildi að mín rækt væri svona subbuleg. Heyrðu annars Hugi...hvað er þetta persónulega skorkort þarna til vinstri sem er í vinnslu? ....er þetta jafn dónalegt og siðlaust og mér dettur í hug, eða spilaru bara golf?

Mjása

Það eru greinilega aðallega konur í ræktinni hjá þér (og púkar). Kannski allir karlarnir séu í lyftingasalnum.

Halldór

Afhverju finnst mér þú hafa verið að tala um kaffipúða? Ég er nefnilega með poka af þannig handa þér ef þú hefur áhuga. Beint frá hótelí í NY :P

Kalli

Hefur Hugi nokkuð villst á Laugum og Byrginu? Og ef svo er... hví er hann horfinn? :o

Þór

Já er þetta ekki einmitt forstöðumaður Byrgisins þarna vinstra megin við heita pottinn ? Ég hélt það.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin