Best að byrja á byrjuninni

13. desember 2007

Ég kann ekki að búa til piparkökuhús - mig skortir grundvallarþekkingu á deigarkitektúr og veit ekki baun í bala um burðarþol piparkökudeigs. Ég ákvað því að fylgja þróun mannkyns í þessum málum og bakaði í kvöld fyrsta piparkökuhellinn.

Ég veit að hann gæti virst ljótur á myndinni, en ég sver að hann er mun ljótari í raunveruleikanum (þótt ég sé nokkuð ánægður með jólaseríuna ofan við hellisopið).

Held að píramídarnir séu ágætt næsta verkefni.


Tjáskipti

Kalli

Þú hefur ár í að redda þér þræla í pýramídasmíðina. Gæti gert hana mun skemmtilegri fyrir vikið. Jólapýramídi. Þetta verður craze 2008.

Miss G

Hey, þetta er flott höfuðskraut! En ég hefði verið meira impressed ef hellirinn hefði verið með rafmagnsljósum. Og varðandi pýramídana, think Tutankamon on acid.

baun

glæsilegt! en hvar er hellisbúinn?

baun

hmmm...reyndar finnst mér þetta líta doldið út eins og tanngarður á náttborði. (samt vandaður tanngarður)

Siggi

Þú ættir að breyta þessu í piparköku-skjaldböku :)

Hugi

Kalli: Olíubornir kvenkyns þrælar - það verður náttúrulega alltaf draumurinn. Miss G.: Þetta er bara prótótýpa - og hvað varðar túttanksýruna, sonsider it done, my lady. baun, vill svo til að ég hugsaði einmitt að mig vantaði hellisbúana. Þeir koma, treystu mér - þeir koma. Hehe, get illa kommentað á tannlíkinguna - þótt ég hrífist vissulega af þroskuðu kvenfólki, þá hef ég aldregi vaknað við hliðina á tannngarði. Man samt eftir ömmutanngarði - en þegar ég horfi á myndina þá er þetta meira eins og piparköku-jaws, sé maður í þeim hugleiðingum. Siggi, skjaldbaka já - það gæti virkað :).

S.B.

Flottur hellir. :) Ég sá þig og blakk á Laugaveginum í dag. En það var stelpa með þér, ég varð nú bara afbrýðisöm.

inga hanna

snillingur ertu!

Hugi

Emm, S.B. - nett disturbing en... takk? Haha Inga Hanna, takk en nei, ég er einmitt ekki snillingur - þess vegna þurfti ég að gera helli í staðinn fyrir hús :-).

Siggi Óla

Arrrrgh....its burning my eyes! :-) Blindur vistmaður á Sólheimum í Grímsnesi, með bæði parkinsons og Alzheimer á lokastigi gæti verið fullsæmdur af þessari smíð. En matseldin hjá þér hefur nú alltaf verið meira fyrir bragðlaukana en augað..... :-)

Kalli

Baun: merkilegt, ég var að pæla hvert skjaldbakan hefði falið. Hvers vegna myndi hún skilja eftir svona pimped out skel.

Hugi

Siggi - rétt, rétt :-). Ég sver þó að ég ætla að taka mig á og hér verður aðeins á boðstólum fallegur matur í framtíðinni. Á næsta ári ætla ég að búa til piparköku-orkuveituhöfuðstöðvar. Með pínulitlum flýjandi Björnum Ármannssonum og öllu. Kalli, næst á dagskrá: Pimp my shell.

Þór

Hugi/Kalli: ef þið takið skelina af skjaldböku, hvort er hún heimilislaus eða nakin ?

Ósk

Takk fyrir þessa inspírasjón í jólaskreytingar á heimilisskjaldbökuna.

Kalli

Hugi, hún yrði nakin útigangsbaka.

Mjása

Ættir kannski að byrja á einhverju einfaldara. Eins og steini.

Ásta

Hefurðu íhugað að senda hellinn í piparkökuhúsakeppnina í Kringlunni? Æ, reyndar, hin húsin gætu samt tekið uppá því að leggja hellinn þinn í einelti... (Pískur: ,,En halló! Hann er ekki hvorki með hurð né glugga!")

Hugi

Þór, skjaldbaka án skeljar er ekkert annað en framsóknarmaður - græn og varnarlaus. Ósk, gleður mig að hjálpa. Mjása, held að abstrakt piparkökuhlutir séu bara málið. Það er svo gamaldags að baka svona átjándu aldar hús. Vantar allan módernisma í húsabakstur í dag. Ásta, verulega góð hugmynd og ég íhugaði það alvarlega - en hellirinn minn á betra skilið svo ég kom honum fyrir á vernduðum vinnustað. Skrifstofunni minni :-).

Hugi

Varð að deila þessu með ykkur. Held ég leggi skrautbaksturinn á hilluna í bili. http://veganyumyum.com/2007/06/knit-night-cupcakes/

Eva

Nei Hugi...ekki gefast upp!!! :-) Við erum allavega búnar að skemmta okkur vel yfir þessum bakstri þínum....ein af okkur sá reyndar e-h dónalegt úr þessu,,,,við hinar getum reyndar ekki séð það fyrir okkur :-/ En endilega haltu áfram!!!

anna

Þessi slóð með prjónaskapnum.. mér finnst þetta alveg ævintýralega ólystilegt. Brúna dótið undir prjónaskapnum lítur út eins og hundaskítur. Ég meina.. sér þetta engin annar en ég??

Miss G

Nei, nei, ekki um jólin! Hugmynd: http://www.candyplus.net/images/Largevagi.jpg

Hugi

Eva, þið Hólmararnir sjáið nú eitthvað dónalegt út úr öllu ;-). Anna, þú ert náttúrulega bara viðjbóðsleg - líklega þessvegna sem okkur kemur svona vel saman :). Haha Miss G... Það má líka nota þessa : {macro:km:picture id="1000505"}

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin