Himnarnir hrynja

3. janúar 2008

Ég var að fá mér kaffibolla áðan þegar ég uppgötvaði fyrir tilviljun að Tunglið mun rifna af himinfestingunni og hrapa til Jarðar á ógnarhraða eftir tæplega 12 klukkustundir og 33 mínútur.

Þessu mun fylgja fúkkalykt, áliðnaður, framsóknarmennska, dvergvöxtur, vítiseldur og aðrar plágur sem munu að líkindum samstundis útrýma öllu kviku á jörðinni, svo ég legg til að þið notið þennan tíma til að borða feitmeti og stunda frjálsar ástir. Það ætla ég að gera.


Tjáskipti

DonPedro

Ég er alveg pakksaddur og búinn með mínar 4,2 mínútur af frjálsum ástum, svo að ég hinkra bara.

Hugi

Skilðig. Ef þér leiðist geturðu komið í kaffi á Hagamelinn. Við erum að borða beikon og horfa á Deep Throat.

lindablinda

..er í vondum málum - oh well...... Gleðilegt ár samt sem áður.

Miss G

Ég er alveg til. Hef einmitt undirbúið mig eins og þú mælir með um áratugaskeið. Rop. Gaman að kynnast þér, Hugi. Þakka allt og allt. Snökt.

Hugi

Linda mín, hér er aldrei neinn í vondum málum. Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu! Rop og snökt sömuleiðis, Miss G :-).

baun

ég borðaði feitan dverg, pakkaði framsóknarmanni inn í álpappír og stundi ástúðlega í eldvarnasokkunum mínum. túnlið er enn á sínum stað. varstu að plata?

Hugi

Mmmmm, baun, namm. Var þetta villi- eða alidvergur? Ég er hrifnastur af alidvergnum - það slær hann ekkert út. Pæklaður alidvergur með góðri ávaxtafyllingu og heimagerðu rifsberjahlaupi. *slurp* Og auðvitað plata ég aldrei. Gamla Tunglið hrundi og rétt missti af Jörðinni en Osta & Smjörsalan reddaði nýju á mettíma.

Hafsteinn

Hugi minn, mamma bað þig að muna að þú mátt ekki trúa öllu sem þú lest í Tinnbókunum

Hafsteinn

Halastjarna, halatungl. Hver er munurinn?

Ósk

Oh ég missti af þessu, má ég samt fá mér beikon?

Lindablinda

Þú ert ekkert stórkostlega sannspár Hugi....hmmm?

Hafsteinn

Af hverju fæ ég ekkert snappí kombakk. Ég er sko hættur að kommenta hér. Héðan í frá ætla ég bara að kommenta á þá sem eru að kommenta á fréttir á mbl.is. Fyndið orð, kommenta. Vá hvað er mikill reykur hérna

spennt

hver urðu örlög piparkökuhellisins fallega? spennt skuggadís..

Hugi

Afsakið gott fólk, brá mér aðeins úr tölvuheimum um hríð. En já, stuttlega... Ósk - fáðu þér. Mitt beikon er þitt beikon. Hafsteinn, snappy comeback? Hmmmm... "Halastjarna halatungl mamma þín", hvernig hljómar það? Æ, er víst ekki í gírnum í dag.. Linda, bíðum bara róleg, þetta kemur, þetta kemur. Skuggadís, piparkökuhellirinn prýðir skrifstofuna mína. Fjöldaframleiðsla hefst fljótlega.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin