Snjór, sviti og hár

16. janúar 2008

Ég þurfti að losa um áður óþekkt magn af uppsafnaðri orku þegar ég kom heim úr vinnunni áðan, svo ég dró fram snjóskófluna, spýtti í lófana* - og mokaði svo stéttina umhverfis Hagamelskastalann af hvílíkri biblíulegri innlifun að nágranni minn hélt að ég væri snjóblásari. Nú geta sundgestir (og jújú, aðrir líka) ferðast þurrum fótum frá Hagamel að Hofsvallagötu, húrra fyrir mér o.s.frv.

En svitinn maður... Held ég þurfi að henda fötunum mínum. Og ég sé ekki fram á að verða nokkurntíman þurr aftur.

* Hvers vegna í ósköpunum á maður að spýta í lófana á sér ef maður ætlar að drífa í hlutunum? Mér finnst það bæði dónalegt og óþrifalegt. Sýkingarhætta. Berklar. Heimsendir.


Tjáskipti

baun

af hverju þessi áhyggjusvipur? blautt fólk hefur alveg líka mannréttindi og sonna.

inga hanna

svakalegur dugnaður er þetta! þú ert hetja ;)

Logi

Dugnaðarforkur ertu ;) Spýtingin gæti tengst einhverju verki sem krefst bleytingar ;)

Hugi

baun, ég var (að venju) skælbrosandi þegar ég þrýsti á takkann á myndavélinni. En á sekúndubroti þá rifjaðist skyndilega upp fyrir mér hvað ég er orðinn gamall. Og að við deyjum öll. Og hvað heimurinn er rosalega stór en við ofsalega lítil. Og þá kom þessi svipur. Inga Hanna, nei, ekki hetja - bara útrásarþurfi :-). Var að koma úr badmintonstriti. Verð að segja að af verkjunum að dæma þá eru vöðvar á merkilegustu stöðum...

Hugi

Logi, þú ert pervert. Eða nei, fyrirgefðu - þú ert auðvitað að tala um steypuvinnu - hún krefst stöðugrar bleytingar :).

Eva

hmmm..kannast við þessa uppsöfnuðu orku...enda búin að moka bílastæðið mitt ansi oft þessa viku..og er að hugsa um að þrífa loftið í íbúðinni næst ;-)

Miss G

Ég hef áður sagt að þú ættir að vera til á hverju heimili. Nú bæti ég því við að þú ættir að vera til hjá hverju húsfélagi. "Húsfélagaþjónustan - get brugðið mér í allra verkfæra líki - 800-H-U-G-I" Flott að vera snjóblásari, vonandi ertu með svona blástursholu til að þeyta mjöllinni, eins og hvalir eru með til að spýta sjó. Aðalatriðið er að hafa stíl ;)

Hugi

Jújú Eva... Skelfilegt. Ég er búinn að þrífa alla íbúðina hátt og lágt. Hugsa að ég moki Seltjarnarnesið í kvöld. lol Miss G... éG geri allt með stæl - og líst vel á þessa hugmynd! Ætla að setja eftirfarandi auglýsingu í Moggann: "Ert þú húsfélag? Ég er snjóblásari. Bestu blásverkin í bænum!". En úff.... Blásturshola fyrir snjó. Vildi ekki sjá gyllinæðina við svoleiðis holu.

Ljenzherrann

Fyrr á árum spýttu menn í lófa sína til að auka við grip sitt og geta ráðið betur við sleip áhöld sín þegar mikið stóð til. Í dag erum við hinsvegar þeirrar lukku aðnjótandi að geta gripið til vinnuvettlinga af Sahara gerð við samskonar aðstæður. En þess ber þó að geta að sumir kjósa fremur svarta hanska úr gúmi en hinir sömu hrækja þá á skaptið sjálft áður en þeir taka á því.

Hugi

Þetta hlaut að vera eitthvað verkamannatengt. Fyrir austan notuðum við bara þræla. En þú ert fróðleiksbrunnur, Ljenzherra.

Sveinbjörn

Hugi orðinn sveitt steratröll...? Heimur versnandi fer. Schopenhauer yrði ekki ánægður.

Hugi

Haló!

Hugi

Haló!

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin