Til fróðleiks

10. maí 2008

Datt í hug að þið gætuð haft gaman af því að vita að fimmþúsundkallar þola suðuþvott. Það finnst mér magnað - og í mínu tilfelli afar heppilegt.


Tjáskipti

baun

gmg! peningaþvætti í Vesturbænum!

Hugi

Jájá, nákvæmlega! Hann var rauðhærður á daginn en þvoði peninga um helgar. Það er annars ekki skrítið að erlendir peningaglæpamenn og vogunarsjóðasukkarar sæki hingað í stórum stíl þegar íslenska krónan þolir svona vel þvott. Það sér ekki á seðlunum - þeir eru bara hreinir og fínir. Hugsa að ég fari að gera þetta reglulega við alla peningana mína.

hildigunnur

jámm, seðlar eru víst hannaðir til að þola svona - og greinilega ekki að ástæðulausu :þ

Hugi

Segðu, segðu... Ég sting helst engu í vasann nema ganga úr skugga um að það sé þvottekta fyrst. Get t.d. upplýst að leðurveski og félagsskírteini skógræktarfélaganna þola suðuþvottinn ekki alveg eins vel og seðlarnir.

lindablinda

Jú, jú - hef einnig sannreynt þetta og mikill varð léttirinn. Er annars svo glöð að þú sért farinn að kitla á mér hláturbeinið aftur.

inga hanna

ég hef aðallega stundað svona tilraunir á farsímum - og komist að því að tegundirnar eru mjög mis þvottekta.

Hugi

"Kitla hláturbein"... Hefur alltaf þótt þetta hálf napurt orðatiltæki - gefur til kynna að hláturinn sé dáinn. En já, velkomin aftur :). Haha, æ - Inga Hanna... Það væri gaman að sjá vísindalega úttekt frá þér á þvottektastuðli gsm-síma. Þessar upplýsingar vantar í markaðsgögn.

Magnús St. Einarson

Nýsjálenskir plast seðlar hlaupa í þvotti og straujun hún Hera Hjartardóttir veit allt um það, hún stundar það af miklum móð þarna hinum megin á kúluni.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin