Jájá

6. október 2008

Ég botna ekkert í því hvað allir þessir ráðherramenn og bankamannamenn eru að funda um þessa dagana. Ég fann lausnina á kreppunni um helgina og hún er bara alveg bráðeinföld:

  1. Slökkva á útvarpinu.
  2. Loka dagblöðunum.
  3. Baka súkkulaðibitakökur.

Kreppa smeppa.


Tjáskipti

Hugi

Innsetning athugasemda hefur nú aftur verið gerð virk eftir tímabundna tæknikreppu. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum.

Sigurður Ármannsson

Það eru allir búnir að vera eitthvað svo gráir í framan seinni partinn. Ég kíki á það í fréttayfirliti ársins á gamlárskvöld hvað hafi verið um að ské.

baun

4. steikja kleinur (svínvirkar)

Hugi

Nákvæmlega! Mér heyrist að við þrjú ættum að hittast og halda súkkulaðibita- og kleinupartý á gamlárskvöld. Ég var annars að frétta að ég væri orðinn viðskiptavinur hjá Íbúðalánasjóði, húrra!

Bjarni Þór

Mér líst vel á þetta hjá þér. Er samt hægt að útfæra þetta þannig að þú sjáir um þriðja liðinn?

Hugi

Jájá og jújú, ef þú útvegar gjaldeyri fyrir nýlenduvörunum í uppskriftinni, þá er það auðvitað sjálfsagt mál Bjarni. Annars bökum við bara ósykraðar hvannarrótarbitakökur eins og maður gerði í gamladaga, það er fínt líka.

Helgi S.

Ertu til í að gefa mér uppskriftina að hvannarótarbitakökum eða er hún leyndó?

Sveinbjörn

Ég legg til að Íslendingar taki aftur upp vöruskipti -- þ.e.a.s. "barter system." Við getum þá skiptst á súkkulaðibitakökum.

Hugi

Sveinbjörn, ég styð það. Súkkulaðibitabankinn getur þá stundað gengisfellingar með því að bæta við hveiti í blönduna. Og "vextir" fara eftir magni af matarsóda. Helgi: - 2 bollar njólamjöl - 1 bolli hvannarrót, smátt söxuð - 1 bolli Fíflamjólk - 2 svartfuglsegg - Tár til að salta (eftir smekk)

Helgi S.

Þessi uppskrift ætti að vera leyndó.

Ósk

5. liggja undir sæng og horfa á glæpó ;)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin