Þjóðaratkvæðagreiðsla

4. janúar 2009

Nú ætla Sjálfstæðismenn að fara að ganga til atkvæðagreiðslu um hvort þeir vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegar aðildarviðræður að Evrópusambandinu sem eiga svo að enda með þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við ætlum að ganga í Evrópusambandið.

Mér finnst nú algjör óþarfi að flana svona áfram á fullri ferð. Það þarf auðvitað líka að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við ætlum yfir höfuð að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur.

Agalega stressaðir þessir sjálfstæðismenn.


Tjáskipti

Daníel

Eða setja þetta í nefnd fyrst, sem myndi kanna kosti þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að kjosa um það hvort það eigi að fara út í samningaviðræður sem verður svo kosið um. Nú eða kjósa um það hvort stofna eigi nefnd... etc. Möguleikarnir eru óendanlegir.

Hugi

Nákvæmlega. Lýðræði, pffft...

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin