Smjör

4. janúar 2009

Ekki vildi ég búa á stað þar sem smjör drýpur af hverju strái. Það er nú bara beinlínis ógeðslegt.


Tjáskipti

inga hanna

enda er smjör alveg out - allt of mikil transfitusýra!!

Hugi

Nákvæmlega. Svo ekki sé nú talað um þegar hitnar í veðri og allt dótið fer að þrána...

Hugi

Það þarf annars að fara að setja eitthvað fólk í það hjá Málstöðinni að uppfæra svona orðatiltæki fyrir 21. öldina - í þessu tilfelli t.d. með jómfrúrolíu eða balsamikediki.

sennilega þurfum við bara að fá manneldisráð til að yfirfara svona lagað!

inga hanna

sko... það var ég - ekki ónafngreind rola sem sagði þetta.

Hugi

Snilldarhugmynd Inga Hanna! Bæta heilsufar og spara í leiðinni í ríkisfjármálunum með því að samræma málfars- og manneldismarkmið. Smjörklípuaðferð gæti þá t.d. orðið speltmjölsbrella. Og ég veit að þú ert engin rola.

hildigunnur

mmm, smjör!

Hugi

Já, það er varla til matur sem ekki er hægt að gera betri með smjöri. Pensla t.d. lambahryggi- og læri reglulega með smjöri meðan kjötið er í ofninum... ójá, perraskapur í eldhúsinu.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin