Ritskoðun er töff

6. janúar 2009

Ég var rétt áðan að lesa grein á mbl.is með titilinn "Björgólfur Thor talinn 29. ríkasti maður Bretlands". Þar kom fram að eignir hans við upphaf síðasta árs námu 2011 milljónum punda - 360 milljörðum íslenskra króna eða um 14.400.000 ærgildum.

Þetta er náttúrulega stærsta PR-slys sem hefur orðið síðan Berliner Zeitung birti fréttina "Göbbels er lítill og ljótur" og einhver Björgólfsfeðginn hefur væntanlega fengið heilablóðfall þegar hann sá þetta, því fréttin hreinlega gufaði upp fyrir framan augun á mér meðan ég var að lesa hana.

Alltaf gaman að fylgjast með fjórða valdinu að störfum. Ætli Baggalútur sé ekki áreiðanlegasti íslenski fjölmiðillinn í dag?


Tjáskipti

Daníel

Jú, og Sparisjóður Önundarfjarðar er líklega eini bankinn sem maður getur treyst fyrir peningunum sínum.

Hugi

Ekki gleyma koddanum hans Geirmundar í Kaupfélagi Skagfirðinga.

Einar Solheim

Ertu ekki að djóka? Kom svona frétt virkilega inn og var "ritskoðuð" út??? Það er auðvitað alveg ótrúlegt....

Hugi

Onei, ekkert að djóka, aldrei þessu vant :-). Og aðallega bara pirraður út í sjálfan mig fyrir að taka ekki skjáskot af fréttinni. Maður man að gera það framvegis þegar ritskoðanlegar fréttir eru birtar. Eitt sem gerir þetta jafnvel skemmtilegra er að útgáfufélag Moggans er löngu gjaldþrota og blæðir út einhverjum tugum milljóna á mánuði - þannig að það erum við sem fáum að borga fyrir fréttafölsunardeild PR-fyrirtækis Bjögganna - í gegnum Glitni. Nýja Ísland í hnotskurn.

Arnaldur

Vá, ég sá þessa frétt í morgun. Ég trúi ekki að þeir hafi fjarlægt hana. Djövulsins svín.

Hafsteinn

Helvítis fokking fokk

anna

Smelltu á hlekkinn og lestu slóðina. Djöfull er illa fyrir okkur komið.

Hugi

Jámm, ég hafði samband við Moggann og spurði út i þetta. Þeir sögðu að þetta væri "gömul frétt" og hefði þess vegna verið tekin úr birtingu.

hildigunnur

hah, gömul frétt, já, alveg síðan sama morgun. Hún er enn inni á Times...

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin