Hugi Þórðarson

Útlitið hresst við

Jæja, gegnumtekt á útliti vefsins er hafin. Ég er kominn með gott safn af risastórum bakgrunnsmyndum og þessi vefur er ómetanleg gullnáma af smekklegum hreyfimyndum. Ég ætla að reyna að nota þær allar. Ég veit að ef ég legg hart að mér næ ég að gera jafn flottan vef og sjálfur meistarinn.

En fyrst ætla ég í bað.

{macro:km:picture id="1000610"}

Ósk

Vá þetta er svo fallegt að ég gubbaði regnbogum.

Hugi

Já, úps - ég gleymdi alveg að vara við hugsanlegum aukaverkunum. Best að bæta smá aðvörun í síðuhausinn.

Sveinbjörn

Fyrsta vefsíðan mín var með rotating hauskúpum sitt hvoru megin. Svona svona: http://myselfspace.net/photos/skinner/images/254/original.aspx Og hún var búin til í Claris HomePage, því snilldarforriti.

Hugi

Úha, takk fyrir ábendinguna. Þessi hauskúpa er frábær og ég get tvímælalaust notað hana. Ég smíðaði einmitt mína fyrstu heimasíðu líka í Claris Homepage, Alveg brilljant forrit.

ásta baunaspíra

Þetta er svo fallegt! Og allir þessir litir! Og leturgerðir! Tekurðu að þér vefsíðugerð?

Atli Páll Hafsteinsson

Þetta fólk hérna er geðveikt, ég gubbaði (ekki regnbogum). Kominn tími á að þú mætir í vinnuna held ég.

Hafsteinn

Af hverju vantar í hausinn "Velkomin á heimasíðuna mína"?

Hugi

Ásta, takk :-D. Ég tek að sjálfsögðu að mér að hjálpa fólki að lífga upp a vefsíðurnar sínar. En eins og aðrir listamenn verð ég að fá fullt frelsi til að skapa. Atli, alveg bannað að vera grumpustrumpur á nýja vefnum mínum. Hafsteinn, góð ábending. Hvernig veit fólk að það er velkomið ef maður tekur það ekki fram? Ég bæti úr þessu.

Þór

Hvar fæ ég áfallahjálp ?

Hugi

Mér sýnist að <a href="http://www.almannavarnir.is/displayer.asp?cat_id=150">Almannavarnir geti aðstoðað þig með það</a>. Ég er líka núna að leggja lokahönd á nýjan vef fyrir Umferðarstofu. <a href="http://www.us.is/id/636&look=USLookUgly">Smá sýnishorn</a>.

BjarniS

<MARQUEE width="450" bgcolor="black"> <img src="http://www.gifs.net/Animation11/Alphabets/3D_Metal/b.gif"> <img src="http://www.gifs.net/Animation11/Alphabets/3D_Metal/r.gif"> <img src="http://www.gifs.net/Animation11/Alphabets/3D_Metal/i.gif"> <img src="http://www.gifs.net/Animation11/Alphabets/3D_Metal/l.gif"> <img src="http://www.gifs.net/Animation11/Alphabets/3D_Metal/l.gif"> <img src="http://www.gifs.net/Animation11/Alphabets/3D_Metal/i.gif"> <img src="http://www.gifs.net/Animation11/Alphabets/3D_Metal/a.gif"> <img src="http://www.gifs.net/Animation11/Alphabets/3D_Metal/n.gif"> <img src="http://www.gifs.net/Animation11/Alphabets/3D_Metal/t.gif"> </MARQUEE> Ætli maður geti ekki grætt á svona hreyfimynda síðu?<img src="http://www.gifs.net/Animation11/Computers_and_Technology/Gears/In_the_head.gif" width="200" height="120">

Hugi

Bjarni, þetta er fullkomið og þú ert hreinræktaður listamaður. Það eru nákvæmlega svona svona hlutir sem Michaelangelo hefði gert ef hann hefði haft GIF. <p align="center"><img src="http://hugi.karlmenn.is/d/smurf.png" /></p>