Nýr vefur

29. september 2009

Ég er að leggja lokahönd á nýjan vef fyrir Umferðarstofu og þið fáið að sjá nýja vefinn fyrst allra. Þetta er að mestu tilbúið - við eigum bara eftir að laga efnið aðeins til - en tillögur og góðar hugmyndir eru samt auðvitað alltaf vel þegnar.


Tjáskipti

Esther

Það er ekki hægt að segja mikið út á þennan glæsilega vef. Myndi samt kannski endurskoða efstu myndina í ljósi mögulegrar kæru vegna höfundaréttar. Hún er töff samt, sko.

Ósk

Ég vil sjá litla gulabílinn hans Ómars Ragnarssonar keyrðan af kinnaberum leðurhomma komnum yfir sextugt í staðinn fyrir teiknimyndina efst. Eitthvað í þessum stíl... http://www.flickr.com/photos/8058853@N06/3809430492/in/set-72157621982120936/

Hugi

Já, heyrðu Esther - takk fyrir ábendinguna. Ég ætla að skipta myndinni út fyrir einhverja <a href="http://www.freefever.com/animatedgifs/cars.html">þessara frábæru hreyfimynda af bílum</a>. Það er meira spennandi fyrir fólk að hafa smá hreyfingu á síðunni.

Hugi

Ósk, góð hugmynd. Umferðarstofa og SUL (Samtök Um Leðurblæti) hafa löngum átt gott samstarf svo þetta er alveg rakið.

Halldór Eldjárn

Þetta er ekki nógu ógeðslegt. Það verður að vera amk 3 marquee og þar af tvö með animate-uðum gif-um inní og myndin af bílnum verður að resize-ast með glugganum! :D

Hugi

Hárrétt Halldór, þú ert rakinn smekkmaður! Vantar þig ekki aukavinnu með skólanum, við getum tvímælalaust notað menn eins og þig í vefdeildinni hérna :).

Atli Páll Hafsteinsson

Þetta er <img src="http://www.gifs.net/Animation11/Words/Hot/big_fire_2.gif" />

Atli Páll Hafsteinsson

<img src="http://www.gifs.net/Animation11/Jobs_and_People/Computer_Programmers/Breaking_PC.gif" />

Atli Páll Hafsteinsson

Verð að pósta mynd sem náðist af Huga um daginn. <p><img src="http://farm3.static.flickr.com/2121/2267922149_c5f9f48cc0.jpg" /></p>

Hugi

Sem ég segi. SUL (Samtök Um Leðurblæti): Bestu samtök í heimi.

Sveinbjörn

Heyrðu, ég myndi passa mig. Ég sá passjónat köll um að Umferðarstofu yrði lokað á kommentakerfi Eyjunnar fyrr í dag.

Hugi

Já, ég kíkti á fréttirnar á Eyjunni og fann þetta funheita kall í einni athugasemd. Og það kemur mér ekkert á óvart, fæstir vita hvað Umferðarstofa gerir, svo ég er eiginlega mest hissa á að fleiri kalli ekki eftir því að stofnunin sé lögð niður. Sjálfur er ég fylgjandi því að Umferðarstofa og fleiri stofnanir verði sameinaðar sem fyrst. Það er augljós skörun á hlutverkum og ég botna t.d. ekkert í því hvers vegna Umferðarstofa og Vegagerðin eru ekki sameinuð strax. Eða hvers vegna vinnuvélaskrá (sem rekin er af Vinnueftirlitinu) og ökutækjaskrá eru ekki sameinaðar. Eða flugvélaskrá - eða skipaskrá. Það má hagræða fáránlega mikið hjá ríkinu. Og það er mín reynsla að við á gólfinu erum öll af vilja gerð til að ráðast í verkin - en frumkvæðið og framkvæmdin verður því miður að koma að ofan, frá ráðuneytunum. Og ég fæ ekki séð að það sé neitt að gerast þar. Ráðuneytin virðast of upptekin við að semja um IceSave eða ganga í ESB (eða hvað þau eru að gera) til að hafa tíma til að sinna smáatriðum eins og stjórn landsins.

Sveinbjörn

Já, því miður eiga ríkisbáknin til með að vera illa rekin. Það á þó ekki við um allt, og eins og við vitum báðir þá eru ákveðin einkafyrirtæki á Íslandi ákaflega illa rekin líka -- nudge, nudge, wink, wink. Annars, Hugi, mig langar að hvetja þig til eins: að pimpa þessu initiative-i með að opna kóða Umferðarstofu. Skrifa bréf til fólks og svona, reyna að fá ríkisstofnanir til þess að setja upp einhvers konar repossítórí af kóða skrifuðum af ríkisstofnunum. Þetta er eitthvað sem er bæði skynsamlegt, gagnlegt, og ódýrt.

Sveinbjörn

Og já, ég er ekki að fíla nýja Umferðarstofuvefinn. Það eru engar róterandi hauskúpur! Óásættanlegt.

Sveinbjörn

By the way, mönnum til skemmtunar þá er hér screenshot af fyrstu vefsíðu sem ég setti upp nokkurn tíman, 13 ára að aldri. http://sveinbjorn.org/images/webhistory-1.jpg Alveg blellað mikið af hauskúpum.

Hugi

Sveinbjörn, fyrsta vefsíðan þín er hreint sælgæti fyrir öll skilningarvit. Og það er alveg hárrétt hjá þér að það vantar fleiri hauskúpur og dansandi beinagrindur á Umferðarstofuvefinn. Ég set málið í nefnd. En ég ætla algjörlega að pimpa opna kóðann hjá US. Mér hafði raunar ekki hugkvæmst að skrifa bréf, en það er hreint ekki svo geggjuð hugmynd. Sest niður um helgina og skrifa bréf til áhrifamanna. Þingmanna, ráðherra og Davíðs Odddssonar.

Sveinbjörn

Er auka d-ið "a sign of respect"?

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin