Franska

2. október 2009

Ég hrökk upp af draumi í nótt, algjörlega sannfærður um að ég kynni frönsku. Ég var samt ekki alveg viss, svo ég sagði nokkrar setningar við sjálfan mig í lágum hljóðum - og viti menn - það streymdi fram af vörum mér svona líka gullfalleg reiprennandi háfranska. Ég brosti í kampinn, muldraði eitthvað um að ég væri alltaf að koma mér á óvart, sagði kurteislega "bonsoir" og lokaði augunum aftur.

Framvegis verður geymt upptökutæki við hliðina á rúminu. Ég er mjög forvitinn um hvernig "franskan" mín hljómar.


Tjáskipti

Sveinbjörn

Ég er viss um að þú hafir vaknað muldrandi frönsku með römmum og parochial kanadískum hreim, biðjandi um sinnep. PS: Fíla Derrickinn

Ósk

Ég held þú hafir aftur talað frönsku í nótt, allavegana skildi ég ekkert hvað þú varst að segja.

Hugi

Sveinbjörn, ég veit ekki hvað ég ætlaði að segja, hvað þá hvað ég sagði. Ég kann að biðja um tíu miða kort í Metro, þar endar frönskukunnáttan. En Derrick er vissulega svalur.

Hugi

Ósk, mig dreymdi að ég væri að reisa fullkomlega symmetrískt einbýlishús í Stykkishólmi. Bað ég kannski um málband eða þaksaum?

Fjalar

Nýji vefurinn alveg að gera sig. Hugo...ekki áttu góða félaga í NYC ?

Hugi

Þakka þér, karlmenn.is-teymið lagðist í miklar rannsóknir við þróunina. Hversu góða félaga vantar þig? Vantar þig gistingu eða eitthvað þ.u.l.?

Fjalar

Draumabassi þarna úti á góðum prís, notaður. Fattaði að það var helvítis fokk að selja gamla. Gaurinn búinn að gúddera sölu ef ég get reddað einhverjum að sækja hann (og borga). Seljandinn býr í NY.

Ósk

Ah nú fatta ég þetta, þú varst að biðja um hornskrúfur og 80°rétt horn.

Hugi

Fjalar, já drengur - algjört klúður hjá þér að selja bassann. En sérdeilis glæsilegt að þú ætlar að skella þér á nýjan. Eini maðurinn sem ég þekkti annars nógu vel í NYC til að senda í svona ferð er fluttur frá borginni :-/. En ef þú getur reddað greiðslunni, þá sækja flutningafyrirtæki eins og t.d. FedEx pakka fyrir þig. Sjá: http://www.fedex.com/us/pckgenvlp/fcl/ship/pickup/index.html

Hugi

Ósk, 80° réttskeið... Líklega eitthvað slíkt sem var notað til að reisa blokkina að Hagamel 51-53.

Fjalar

Kúl, takk. Kominn með dömu í New Jersey sem getur tekið gripinn með sér heim....þarf bara einhvern í smá tékk áður en bassinn fer til hennar.....þetta SKAL takast.

Sveinbjörn

Eitthvað að klikka hjá þér rss analyserinn...

Hugi

Fjalar, býðurðu svo ekki í bassasýningar-jeeves-hitting þegar þú ert kominn með græjuna í hendur? Sveinbjörn, hann er kominn í gang aftur. Það gætu orðið truflanir hér á næstu dögum, vesalings litli miðlarinn minn er að slappast undan pressunni. Ég skipti honum út á næstu dögum.

Ósk

Hjúkkit að það er búið að laga rssinn, internetið var bara alveg ónýtt!

Sveinbjörn

Afsakanir, afsakanir? Ég held bara að þetta sé léleg kóðun hjá þér. Serverinn ræður alveg við þetta, þú þarft bara að hand-tailora þetta í PowerPC assembly.

Hugi

Já, ég veit, ég veit, ég játa. Búinn að endurskrifa allt kerfið, skar hvert einasta bæti í dýrasta sílikon. Og ef maður les forritið afturábak og kóðar bætin í ASCII, þá er það handritið að Hamlet (með þremur óvæntum aukaendum, ef þú skrifar kóðann á DVD-disk).

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin