Ring ring ring, á heilanum...

8. október 2009

Get ... ekki ... hætt ... að ... hlusta. Þetta er eins og krakk fyrir eyrun.


Tjáskipti

Frú Sigurbjörg

VÁ!

Hugi

ÉG VEIT!

Sveinbjörn

Ég sakna Derricks

Ósk

Ég held að stjörnugjöfin virki blogghvetjandi.

Hugi

Sveinbjörn, ég setti inn einn Derrick, bara fyrir þig. Það er ekkert svo gott að það verði ekki betra með einum Derrick. Ósk, ég vona a.m.k. að þetta virki frekar blogghvetjandi en t.d. þvagræsandi.

Frú Sigurbjörg

Gegt sneðug þessi stjörnugjöf!

Hugi

Þú ert líka alveg að standa þig, ert að fá 2-3 stjörnur á viku. Spurning um að fara að birta stjörnugjöf eftir mánuðinn og úthluta verðlaunum fyrir flestar stjörnunar :).

Vera

Vá! Ég stóðst ekki mátið að kommenta! Ég notaði þetta sem hringitón allan seinasta vetur - við afar mismikla lukku nærstaddra! Er þó enn lifandi... held ég allavega...

Hugi

Þetta er ljómandi fínt sem hringitónn, þá færðu lagið í litlum skömmtum. Ég var ekki svo heppinn og er núna nokkuð viss um að ég er banani. Þori a.mk. ekki að fara í splitt. Og vona vissulega að þú sért enn lifandi. Annars er máttur Internetsins meiri en ég hélt.

Vera

Ég datt óvart inn á síðuna þína út frá síðunni hennar Kötlu, og hló frekar mikið að færslunum á fyrstu síðunni, enn meira að þessari færslu, og hló svo óheyrilega mikið að hugmyndunum um ný símsvaraskilaboð fyrir Umferðarstofu. Ég er eiginlega að hugsa um að leggja það undir ráðherra að fyrirskipa öllum stofnunum samgönguráðuneytisins að hafa skemmtilega símsvara! ;-)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin