Aðgerðaleysi

11. október 2009


Frumgerð af leikfangaverksmiðjunni sem jólasveinninn vill reisa á Húsavík. Svona verksmiðja notar um 200 MB (megabros) á ári. (1 megabros = 1000 barnsbros. Við erum ein hamingjusamasta þjóð í heimi og höfum vel efni á því)

Frábærar fréttir! Ég skrapp á Norðurpólinn í síðustu viku og hitti Jólasveininn. Og viti menn - Jólasveinninn var í svo frábæru skapi að hann hreinlega heimtaði að lána Íslendingum skilyrðalaust 2000 trilljarða jólakróna. Og eins og það sé ekki nóg vill hann líka reisa 480.000 tonna leikfangaverksmiðju á Bakka!

Þegar ég kom heim hringdi ég auðvitað beint í stjórnarráðið til að færa öllum gleðifréttirnar, en hvað haldið þið - Jóhanna trúir ekki á jólasveininn og sagði mér að hætta að hringja í sig. Þannig afskrifaði hún samviskulaust einfalda lausn á efnahagsvandanum og útilokaði sjálfbæran leikfangaiðnað á Norðurlandi, allt án þess að hiksta.

Þetta er óásættanlegt. Ég er búinn að bjarga þjóðinni - Jólasveinninn situr bara við símann og bíður eftir reikningsnúmeri ríkissjóðs svo hann geti millifært alla trilljarðana - en Jóhanna er svo vond að hún vill ekkert gera. Þetta er ekkert annað en andjólalegur áróður, álfahatur og McCarthy-ismi.



Tjáskipti

Sveinbjörn

Já, NIÐUR með Samspillinguna. VANNHÆV rííkistjórn! davíð á alþingi STRX!!!!!!!!!!

Hugi

Nákvæmlega, þetta er pólitísk eigingirni Samfylkingarinnar í hnotskurn - flokkurinn kemur á undan þjóðinni. Norðurpóllinn stendur utan ESB svo það lítur illa út fyrir stjórnina ef hjálpin kemur þaðan.

Hjálmar Gíslason

Hugi: Þú ert snillingur!

Logi Helgu

Ég vissi ekki að þú værir framsóknarmaður ;)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin