Réttlæti

20. október 2009

Ágæti nágranni sem ert alltaf að stela þvottaduftinu mínu. Í gær setti ég saltsýru í þvottavélina og kalíumpermanganat í þvottaduftskassann. Þegar þú þværð næst með "þvottaduftinu" mun myndast klórgas sem drepur þig á hægfara og kvalafullan hátt. Lögfræðingurinn minn segir mér að lagalega séð sé þetta "morð" - ég kalla það "réttlæti".


Tjáskipti

Halldór Eldjárn

Like.

Logi Helgu

Ég vil sjá þig setja blátt litarefni í þvottaduftið...það gæti ýmislegt skemmtilegt gerast út frá því td. gæti nágranni þinn hættir einn daginn að ganga í fötum eða þú færir að ganga bara í bláum fötum og gengur í sjálfstæðisflokkinn...nei, þetta er kannski ekki góð hugmynd ;)

Hugi

Jú, bláa litarefnið er alveg ofarlega á lista yfir hugsanlegar lausnir... En demit, ég þarf að fara að tengja saman athugasemdir hér og á FaceBook - væri gaman að hafa allt spjall í einum samhangandi þræði.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin