Hressandi

14. október 2009

Léttur og hressandi vindblær með smá úða í morgunsárið. Spurning hvort maður reynir við landhraðametið á hjólinu á leiðinni í vinnuna.


Tjáskipti

Siggi Árni

Taktu bara leigubíl :)

Kristín í París

Ég verð að hrósa þér fyrir þennan fína haus. Ég var í góðu skapi fyrir, en nú er ég bæði í góðu skapi OG jólaskapi!

Sveinbjörn

Mér finnst stjarnan sem birtist við hliðina á bloggum sem voru uppfærð síðast vera frekar vafasöm: lætur það líta út eins og þarna séu örgustu kommúnistar á ferð.

Hugi

Siggi, leigubílanotkun er bara fyrir sparidagana - þegar vindhraði fer yfir 40 m/s :). Kristín, ég lifi til að gleðja. Og þökk sé þér verða framvegis aðeins góðar fréttir í hausnum. Sveinbjörn - þú segir "örgustu kommúnistar" eins og það sé neikvætt?

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin