Í fréttum er þetta helst

23. október 2009


Thor Jensen, eigandi Kveldúlfs, hefur nú stöðu grunaðs manns

Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála birti í morgun endanlegan úrskurð vegna starfsemi danskra kaupmanna á Íslandi á 17. og 18. öld. Úrskurðað var dönskum kaupmönnum í vil þar sem ekki þótti sannað að samkeppnislög hafi verið brotin, enda lést málshöfðandi í lok 17. aldar, síðasta vitnið á ofanverðri 18. öld og flest sönnunargögnin brunnu í Kaupmannahafnarbrunanum.

Þar sem málshefjandi er látinn hefur Ríkissjóður Íslands verið dæmdur til að greiða danska ríkinu allan málskostnað og skaðabætur vegna tekjutaps danskra kaupmanna að viðbættum vöxtum frá 1. febrúar 1602 - um 6.000 milljarða danskra króna. Glæsilegir samningar hafa þó náðst um að hefja ekki greiðslur af láninu fyrr en árið 2014.

Í öðrum fréttum er það helst að rannsóknir hjá Fjármálaeftirlitinu ganga vel, uppgjöri á Gránufélaginu er að mestu lokið og Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur skilað öllum gögnum um málefni Kveldúlfs til sérstaks saksóknara.Tjáskipti

Steinunn Þóra

Tíhíhí

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin