Banaslys

2. maí 2008

Ég olli dauðsfalli í umferðinni í gær. Málið liggur nokkuð beint við, það voru fjöldamörg vitni að atburðinum sem sáu að ég var á löglegum hraða, og að fórnarlambið - nývaknað og þreytulegt - sá mig einfaldlega ekki og flaug beint í veg fyrir mig. Lögreglan hefur samt girt vettvanginn af og rannsakar nú aðstæður ásamt fulltrúa frá Rannsóknarnefnd Fluguslysa.

Fórnarlambið lætur eftir sig 10.000 eiginmenn, 15.000 börn og 193.657 barnabörn.


Tjáskipti

Fríða

Kvikindið þitt?

baun

skelfilegt, hreint skelfilegt! ætla rétt að vona að haft hafi verið samband við aðstandendur, alla 218.657, fyrir þessa myndbirtingu.

Hugi

Já baun, þetta er hreint hræðilegt. Og jú, vottaði öllum aðstandendum samúð mína í gær. Búinn að fá nóg af rödduðum tannbergsmæltum önghljóðum fyrir lífstíð. Kvikindi, jájá, auðvitað er ég kvikindi - það vita allir. En ég er samt aðallega bara reiður, hvar var eiginlega Flugumferðarstjórn? Þetta kallar á gagngera endurskoðun á flugöryggi og helst vildi ég láta hengja samgönguráðherra við hátíðlega athöfn niðri á Austurvelli. Sem fordæmi. Það er sorglega lítið um góðar hengingar í dag.

Ester

Smá forvitni! er þetta photoshoppað eða skelltir þú þér aftur í bláa rósótta kjólinn og föndraðir "police line"

ásta baunaspíra

Neeeeeeeeeeeeei! Ekki Berta! Hún var bara síðast að suða í mér í síðustu viku um hve lítinn svefn hún fengi eftir að hún eignaðist hundraðburana... Ég styð heilshugar opinberar hengingar, einhver verður að gjalda fyrir þetta!

Hugi

Ester, þetta er auðvitað alvöru lögreglulína! Ásta,ég skil hvernig þér líður. Og mig vantar einmitt einhvern með blóði roðinn hefndarþorsta til að vera æðstiböðull þegar ég næ völdum. Ert þú ekki til? Ég vil hafa þetta mannúðlegt og snyrtilegt - ekkert blóð, bara hengingar, eitranir og kyrkingar. Við erum jú siðmenntað fólk.

krissi

þvílík snild!

Bjarni Þór

Hugi Þórðarson þú ert snillingur. Algjör snillingur.

ásta baunaspíra og verðandi æðstiböðull

ég er til í starfið. sammála með ekkert blóð, það næst svo illa úr fötum.

Hugi

Snilld, oh ég er svo glaður. Hlakka til að vinna með þér. Varðandi blóðið - hefurðu prófað þarna Vanish-duftið í bleiku pökkunum? Ekkert mál að ná blóði úr flestu efni með því, búið að bjarga mér í ótal skipti.

ásta baunaspíra og verðandi æðstiböðull

Já, hef prófað það (enda eru svo heillandi Vanish auglýsingar í sjónvarpinu, með brosmildum konum sem tala úr synci, að maður getur ekki annað en rokið útí búð samstundis til þess að geta prófað að hella mótorolíu á hreinu hvítu skyrtuna manns og þvo svo!). Finnst það virka ef maður er nógu snöggur að henda í vél. En maður hefur ekki alltaf tíma í það, böðlabissnessinn getur verið tímafrekur.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin