Sunnudagur

4. nóvember 2007

Náttbuxurnar einar fata - check.
Sængin komin í sófann - check.
Pizza pöntuð frá Eldsmiðjunni - check.
Black Adder-þættirnir tilbúnir til spilunar - check.

Nú skal slæpst.


Tjáskipti

Kalli

Mikið vildi ég nú fá að kúra hjá þér yfir Blackadder og Eldsmiðjupetsu en nei, ég þarf að taka íbúðina mína í gegn...

baun

ekkert að því að slæpast ef maður leggur sig allan fram við það.. og Kalli, allt of sjaldgæft að heyra karlmenn lýsa yfir kúriþörf hjá öðrum karlmönnum. enn sjaldgæfara er þó að heyra að þrif gangi fyrir...öðrum hlutum.

Hugi

Kalli, góða skemmtun. Skal hugsa fallega til þín - á platónskan hátt, þó. Baun... Ég legg mig allan fram við allt sem ég geri. Ekki síst slæping.

bullukolla

Gggrrrrrrr..... Ertu þunnur ??? Svei mér.. væri til í að taka þátt í þessu athæfi á sófanum, jafnvæl þó Kalli væri með.... say no more..... btw... hver er Kalli? Never mind...

Fríða

Það er nú kannski ástæða fyrir því að Kalli þarf að taka íbúðina sína í gegn :P Hinsvegar hef ég sérstaka ánægju af því að lesa um fólk sem slæpist þessa dagana. Því ég má víst ekki gera annað sjálf.

spennt

..hefði ég getað mætt í "vinnuna" í dag..hefði ég pottþétt sveigt ákveðna vinnureglu og reynt að taka þátt í þessu .......;) ps..huh...hver kom annars þeirri hugmynd inn að ég tiheyrði hópi "unga" fólksins??

Hugi

Onei Kolla, ekki þunnur. Bara í slæpingsskapi - sem hendir ekki oft. Held ég leyfi Kalla bara að kynna sig sjálfur - hann gerir það svo vel. En hann er a.m.k. einn af góðu gæjunum. Fríða, góðan slæping næstu daga :). Spennt jájá, taktu bara koddann með þér næst. Það er nóg pláss fyrir ykkur öll í sófanum hjá mér. (þetta er samt farið að hljóma hættuega mikið eins og <a href="http://www.freerepublic.com/focus/f-news/1169633/posts">kúr-orgíurnar</a> sem Bandaríkjamenn stunda).

Miss G

Put the kettle on, Baldrick! (I have a cunning plan).

Hugi

"A plan so cunning you could put a tail on it and call it a weasel" Múhohohohoh!

Miss G

"You wouldn't recognize a cunning plan if it painted itself purple and danced naked on top of a harpsichord singing 'Cunning plans are here again!' "

Hugi

Hehehe, snilld :-) {macro:km:youtube video="00SlNX1rFLE"}

hógvær

Oh,,, ertu ekki til í að kúra með mér yfir Blackadder í dag,, ég nenni ekki að vinna og get verið komin til þín eftir tuttugu mínútur.

Hugi

Hmmm.. Það virðist vera mikil þörf fyrir kúr í samfélaginu í dag. Skal panta Háskólabíó og leigja svona hundrað dýnur næst þegar ég horfi á Black Adder.

Miss G

Spurning að taka frá dýnur fyrir fleiri. Hvaða seríu ertu hrifnastur af?

spennt

..jámm..skil það þá þannig að ég fái horn af teppinu/sænginni þinni..vúú..we are moving fast! ;)

Miss G

Það greinilega svínvirkar að kynna sig á nærhaldinu einu fata. [pera]

Hugi

Ég tók Black Adder goes forth í gær. Langt síðan ég hef horft á þetta - en var hún ekki best? Þú verður að drífa þig ef þú ætlar að ná í eitthvað af sænginni, spennt. Lausum hornum virðist fara hratt fækkandi... ...ég get aðeins ímyndað mér hvað hefði gerst ef ég hefði sagst vera nakinn. {macro:km:youtube video="rEJriMN-1wo"}

Miss G

Jú, Blackadder Goes Forth, er í uppáhaldi hjá mér. En líka þessar fyrstu, ekki síst þessi þar sem Georg prins kemur mikið við sögu sem ég man ekki alveg hvar er í röðinni. Ég var ekki eins hrifin af Queenie á sínum tíma, en það gæti hafa breyst með aldrinum *hóst Spurning hvort þyrfti að beita skyndilokunum on the West Side, ef þú auglýstir nekt...

Hugi

Það mundi hafa verið þriðja serían... sem var jú einmitt líka snilld. {macro:km:youtube video="ZaPxX-ks95Y"}

Hugi

Og ég verð víst að valda vonbrigðum, það verða engar auglýsingar. Nekt á Hagamelnum gerist yfirleitt skyndilega og fyrirvaralaust.

baun

búhúbúhúbúhú....grenj....sobb...snökt....ekkasog... hef aldrei séð þessa Blakkadder þætti. eru þeir um Blakk?

Hugi

baun þó! baunbaunbaun! Ég... ég... er svo gáttaður... Þú mátt vel vera hrygg ef þú hefur ekki séð þessa þætti. Manstu ekki eftir "Svörtu nöðrunni" sem Ríkisútsending Sjónvarpsþátta gerði vinsæla hér um árið? Þetta var næstum því jafn mikilvægur hluti af uppeldi mínu og Derrick og Matlock.

anna

Life without you would be like a broken pencil. Pointless. -- Black Adder rulez.

Hugi

Damn straight, fo shizzle!

Kalli

Stór kostur við Blackadder Goes Fourth er að þar birtist Rik Mayall sem Lord Flashheart. (Hafði reyndar líka verið í II en hann er enn meira óþolandi í IV.) Prince Minibrain er auðvitað elska í Blackadder III. Og eftirminnilegasta setning þáttanna, fyrir mér, er úr þeirri röð og líka sú sem ég nota oftast: "Baldrick, I want this table so clean I could eat of it."

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin