Sunnudagsmorgunn

1. febrúar 2009

Á stjórnarmyndunarsunnudagsmorgnum á maður að fá sér kaffi með rjóma. Og það sakar ekki að elda svo osta- og skinkufylltar pönnukökur með beikoni, tómötum, kjúklingabringu, pedersen salami o.fl.

Verst að steinseljan skyldi vera í andarslitrunum... Manni fannst maður vera hálfgert illmenni að borða þennan sjúkling sem var að berjast fyrir lífinu þarna ofan á pönnukökunni.


Tjáskipti

lindablinda

Mér þykir þú flottur á því í kreppunni. Ertu á einhverjum sér díl við ali bónda í sveitinni, ertu fingralangur á annað en píanóið - eða ertu auðmaður í dulargervi fátæks forritara og listamanns? Hér hefur verið truntast í núðlusúpum og öðru gormeti til að eiga fyrir lánunum. En ég samgleðst samt og garnir mínar líka ásamt munnvatnskirtlum :-)

Hugi

Þetta er nú auðvitað allt étið með göfugt markmið í huga - að örva íslenskt atvinnulíf á erfiðum tímum. Og Linda þó! Maður hjálpar ekki íslenskum landbúnaði með því að éta bara innfluttar núðlusúpur!

lindablinda

(shame) ég veit........ en það koma bara flugur upp úr buddunni þessa dagana og ég átti svo asskoti mikið af þessu inni í skáp. Næst verða það dósasúpur og svo verður ráðist í að klára 2kg af hrísgrjónum.....;)

Hugi

Kannast vel við það... Maður þyrfti eiginlega að fara að smala saman öllum kreppuuppskriftunum sem hafa orðið til hjá manni í gegnum tíðina - hrísgrjón með hrísgrjónasósu, heimatilbúið ferskt pasta í sérsöltuðu íslensku vatni, tómatsósa án tómata (við kölluðum það bara "sósu")...

Atli

Enn ein staðfesting að þú ert á réttri leið: http://visir.is/article/20090202/FRETTIR02/353968556

Hugi

Úha, frábært. Núna er það bara spurning hvort við getum smyglað þessum niðurstöðum inn á skrifborð ónefnds mötuneytis, sem er meira í smjörsteiktu tólginnni...

Atli

Já, smjörsteikt tólg er allveg út skv. Nakta Kokkinum. Sojabaunir, heimaræktað salat, radísur, kvönn og villilamb fellur hins vegar vel í kramið, þurfum að ýta á þetta.

Hugi

Já, Atli - nú göngum við í málið :-D

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin