Free Guppy

1. desember 2006

Ég er búinn að þróa hið fullkomna kvikmyndahandrit. Nú vantar mig bara framleiðanda.

Kvikmyndin á að heita "Free Guppy" og fjallar um óvenju náið samband hins fimmtán ára Ludwigs og gúbbífisksins "Guppy". Ludwig og Guppy hafa alltaf verið vinir, óaðskiljanlegir á allan máta og skilja hvorn annan fullkomlega.

En Guppy er óhamingjusamur. Hann er búinn að búa í illa þrifnu búri alla sína ævi, hefur aldrei fengið að njóta samskipta við aðra gúbbífiska og er því í lítilli snertingu við sinn innri gúbbífisk og gúbbíeðli. Eiginlega orðinn meira maður en gúbbí.

Ludwig skynjar depurð Guppy í gegnum þeirra sérstöku vináttu og leggur upp í villt, spennandi og skemmtilegt ævintýri til að frelsa litla gúbbívin sinn.

Þessi mynd mun hafa allt til að bera. Það verður drama, spennuatriði, blautar kynlífssenur (bókstaflega - með gúbbífiskum) og harðir bardagar við gúbbísmyglara frá Úkraínu. Ég er að vísu ekki kominn með smáatriðin á hreint, en myndin endar a.m.k. á því að Guppy stekkur yfir einhverskonar flóðgarð og er svo fluttur í sérstaka gúbbíkví í Vestmannaeyjum.

Ég verð milljónamæringur!


Tjáskipti

Miss G.

Ég mun fylgjast spennt með áheyrnarprófinu fyrir Guppy.

Carlo

Fáðu Steve Jobs til að fjármagna hana í gegnum Disney. Hann fann fyrir svo miklum tilfinningaböndum við Nemo að hann hætti að borða fisk eftir að vinna að myndinni.

DonPedro

Framleiðandi kominn. Er að fara í castingsession í Dýraríkinu, Læt heyra hvernig gengur.

baun

mig langar í áheyrnarprufu fyrir Ludwig - er víst svo barnaleg;) (eða evil twin sister Ludwigs, sem reynir að kyrkja Guppy með píanóvír)

Sindri

Ég þekki nokkra Úkraínumenn sem geta reddað gúbbífiskum til að leika í svona mynd.

Fríða

oooooh, þetta er svo frumlegt! svo skáldlegt.. inn á hvaða bankareikning er hægt að leggja inn pening ef maður vill fjárfesta?

Hugi

Fanstu eitthvað Pedro? Ég verð að fá að vera með í ráðum, við erum ekki bara að leita að gúbbífisk - við erum að leita að GÚBBÍfisk, ef þú skilur hvað ég á við. LOL, Baun, þú yrðir _frábær_ Ludwig. Þú ert ráðin! Spurning þó, hvernig er bæverski hreimurinn þinn? Sindri, takk, en ég hef ekki áhuga á frekari samskiptum við Úkraínsku gúbbímafíuna. Því tímabili í mínu lífi er lokið og ég hef ekki áhuga á að upplifa það aftur. Svikin. Smyglið. Gúbbífiskana. Fríða, 0168-26-008836. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 380 milljónir, en þú leggur bara inn það sem þú getur :).

DonPedro

Sá sem lúkkaði best stamaði, en ég fann tvo aðra sem koma til greina. Annar er vísu að verða tveggja ára, svo hann lifir örugglega ekki af tökurnar, hvað þá kynningarferlið í kringum frumsýningu. Hinn var með ósanngjarnar launakröfur, en ég held ég geti talað hann til.

Sveinbjörn

Ahah! Þarna gerðirðu mistök, Hugi. Á meðan þú varst að ranta hérna á síðunni þinni og svara athugasemdum, fór ég á intellectual property rights registry Bandaríkjanna og fékk höfundarétt á þessari afskaplega frumlegu hugmynd þinni. Viljir þú framkvæma hana þarftu að gera það gegnum mig, "and I ain't cheap". Þess má geta að ég hitti Jeff Bezos þarna á registry-inu -- hann var að endurnýja eignarhald sitt á hugmyndinni um að kaupa hluti með því að smella á einn hnapp, og biður að heilsa.

DonPedro

Sveinbjörn, þegar þú varst að leika þér að þessu, var súperframleiðandinn löngu búinn að tryggja sér allan höfundarrétt, en það sem meira er, ég á núna nafnið Sveinbjörn™ og þér er algerlega óheimilt að nota það án þess að greiða mér svimandi háar upphæðir fyrir notkun þess. Þangað til okkar mál eru frágengin væri best að þú kallaðir þig bara Sveibba.

Miss G.

Doninn hreinlega opnar ekki munninn þessa dagana án þess að það sé í boði Tryggingamiðstöðvarinnar.

Þór

Umm, sem verjandi Sveinbjarnar Beinteinssonar sýnum við fram á með 2036 síðna skjali sem þú fékkst sent í pósti, ,,prior art''. Sveinbjörn Beinteinsson fer því fram á að allar heimildir til notkunar á nafninu, öll gjöld sem hafa verið innheimt fyrir notkun á nafninu og allir samningar um notkun á nafninu verði flutt í hans vörzlu. Ekki verða gefnar út frekari heimildir, og fá núverandi heimildahafar 30 daga til að breyta nafni sínu í Jósefína. Einnig hefur Sveinbjörn tekið einkaleyfi á nöfnunum Pétur, Páll og Jóhannes og vísar til lærissveinanna sem raunverulega voru ásatrúar. Réttur til nafnanna rennur til ásatrúarfjelagsins og verður hægt að sækja um notkunarleyfi á þessum nöfnum frá og með næstu aldamótum. Þangað til er mælt með því að í staðinn séu notuð nöfnin Bakkus og Mammon, en þessir tveir guðir hafa verið lýstir dauðir og grafnir og hafa því ekki not fyrir nöfnin sín. :P

Stefán Arason

Vonandi fæ ég að sjá um kvikmyndamúsíkina.

Hugi

Pedro, mér finnst stamið allt í lagi. Karakter sem heitir "Ludwig" hlýtur að vera með einhverskonar málhelti, hafði reyndar séð hann fyrir mér gormæltan en stam er fínt líka. Hvað varðar allar þessar lögfræðikröfur ykkar fram og til baka, þá var ég að tryggja mér einkarétt á einkarétti svo málið er dautt. Stebbi, auðvitað verðurðu með í tónlistinni. Ég ætla að vísu að sjá um léttari hliðina en þú verður settur beint í að semja þyngri hliðina. Eins og gúbbístefið, held að gúbbístef verði að vera frekar nútímanlegt. Það er ekkert fyndið eða léttvægt við gott gúbbí.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin