Allir að mæta!

14. desember 2005

Nú er komið að því að stofna SVEF, samtök fólks sem vinnur að vefmálum í víðum skilningi. Vinnuheiti samtakanna er "Samtök vefiðnaðarins" og stofnfundur verður haldinn kl. 19:30 miðvikudaginn 14. desember næstkomandi í húsnæði Íslandsbanka að Kirkjusandi (gengið inn um aðalinngang).

Markmiðið með stofnun samtakanna er að efla íslenskan vefiðnað og samfélag þeirra sem starfa við hann, hvetja fólk til að miðla af þekkingu sinni og vera andlit stéttarinnar út á við. Við vonumst til þess að á stofnfundinum komi fram góðar hugmyndir um það hvernig við getum náð þessum markmiðum með sem bestum hætti.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

  • Stofnsamþykktir bornar undir fund.
  • Kosið í stjórn samtakanna.
  • Gestafyrirlesari: Hjálmar Gíslason segir okkur frá þróun Emblunnar hjá mbl.is.
  • Almennar umræður.

Meðfylgjandi er uppkast að stofnsamþykktum fyrir samtökin. Vinsamlegast sendu okkur póst fyrir kl. 16:00 á miðvikudaginn ef þú hefur áhuga á að bjóða þig fram í stjórn samtakanna. Leitað er eftir formanni, fjórum meðstjórnendum og tveimur varamönnum. Þetta er fyrst og fremst til að flýta fyrir við stjórnarkosningu, allir sem sækja stofnfundinn geta boðið sig fram til stjórnar.

Íslandsbanki ætlar að bjóða upp á léttar veitingar á staðnum. Ef þú hyggst sækja fundinn, þá vinsamlegast sendu okkur svar við þessu bréfi svo við vitum ca. á hversu mörgum er von.

Fundarstjóri er Jón Ingi Þorvaldsson, forstöðumaður netþróunar hjá Íslandsbanka.


Tjáskipti

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin