Ég var að hlusta á "Gettu Betur" í útvarpinu á leiðinni upp í skóla áðan. Maður vissi náttúrulega að ástandið í þjóðfélaginu væri orðið slæmt - en þegar rjóminn af íslenskum framhaldsskólanemum getur ekki svarað spurningunni "Undir hvaða nafni var Vladimir Ilyich Ulyanov þekktur"...?
Það er nokkuð ljóst að þegar byltingunni lýkur liggur fyrir mikið starf við að endurmennta æskuna í landinu.
Velkominn í hóp hinna (h)eldri og vitrari...sem gerir ekkert annað en tuða yfir æskunni í dag ;)
Æskan í dag er ágæt. Okkar kynslóð var bara gáfaðri og fallegri og betri og með réttari skoðanir.
Annars er ég ekki að nöldra yfir framhaldsskólanemum - meira yfir tíðarandanum. Þetta er nú LENÍN. Það mætti halda að fólk skiptist orðið á milli "félagshyggju" og frjálshyggju eftir því hvort það styður SUS eða Heimdall. *grumble mumble grumble*
Hver er Lenín?
Norskur trésmiður. Sérhæfir sig í innréttingum.
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin