Lófalestur

18. júní 2006

Furðuleg spurning: Veit einhver hvar hægt er að fá almennilegan lófalestur á Íslandi?


Tjáskipti

Einar

Það fer eftir því hvað þú meinar með "alminnilegum" lófalestri! Þar sem við vitum báðir að lófalestur hefur ekkert sannleiksgildi, þá stend ég alveg á gati varðandi hverju þú leitar eftir þegar þú segir "alminnilegur". Kannski ertu þá að meina aldur og fegurð kuklarans... nei ég meina lófalesarans?

Hugi

Einar, þetta eru nákvæm vísindi og ég er auðvitað að leita að atvinnumanni. Og þegar ég segi "almennilegan", þá er ég auðvitað að tala um hversu mikla innsýn hann hefur í sálina í gegnum lófana sem hann skoðar.

Carlo

Almennilegur lófalestur = oxymoron hefði ég haldið.

bali

You have a great need for other people to like and admire you. You have a tendency to be critical of yourself. You have a great deal of unused capacity which you have not turned to your advantage. While you have some personality weaknesses, you are generally able to compensate for them. Your sexual adjustment has presented some problems for you. Disciplined and self-controlled outside, you tend to be worrisome and insecure inside. At times you have serious doubts as to whether you have made the right decision or done the right thing. You prefer a certain amount of change and variety and become dissatisfied when hemmed in by restrictions and limitations. You pride yourself as an independent thinker and do not accept others” statements without satisfactory proof. You have found it unwise to be too frank in revealing yourself to others. At times you are extroverted, affable, sociable, while at other times you are introverted, wary, reserved. Some of your aspirations tend to be pretty unrealistic. Security is one of your major goals in life.

Carlo

Vá! Þetta var þráðlaus lófalestur! Það er sko almennilegt.

Lindablinda

Held að Bali hafi birt þarna spá sem á við allflestar mannverurá jörðinni fyrir utan einstaka geðsjúkling sem haldinn er siðblindu eða mikilmennskubrjálæði.

baun

af hverju spyrðu Hugi minn? ertu að pæla í lófalestri fyrir þig (eða er það of persónuleg spurning?)

Hugi

Stamið fjarlægt, baun :-). Bali er greinilega með sérstaka tegund skyggni, getur séð lófa annars fólk úr fjarlægð. Afar almennur og góður lestur, takk fyrir það :). Baun, ég er að spá svona almennt, bæði fyrir mig og aðra. Mér finnst þetta alveg bráðskemmtilegt, það eru svo miklar pælingar í kringum þetta.

baun

það er einhver þula (sagnaþula?) sem spáir í lófa fólks í Hér og nú (minnir mig). örugglega hægt að spyrja hana, heitir hún ekki Ellý? svo er stundum auglýstur lófalestur í smáauglýsingum - fullt af yfirnáttúrufræðingum þar... sláðu bara á þráðinn hjá þulunni, þetta er bráðhugguleg kona;-)

Hugi

Bráðhugguleg kona, já? Skyndilega jókst áhugi minn á lófalestri til muna. Annars er gaman frá því að segja að það er stutt eftir (ég segi ekki hversu langt) í að það náist áfangi í kommentakerfinu. Hver skyldi nú verða sá óheppni, sem fær kvöldmat í góðum félagsskap í verðlaun fyrir að senda inn komment númer 2.000?

Elín Björk

Ég veit reyndar ekki um góðan lófalesara (?) en ég myndi halda að Sálarransóknafélagið hefði einhvern á skrá, svona fyrst miðlar eru alltaf sygnir og .... Annars væri ég líka alveg til í að heyra ef þú kemst að einhverju. -

Carlo

Mig hefur reyndar lengi langað til að verða sjónvarpsmiðill. Ég þarf náttúrulega að æfa mig svo það er spurning hvort þú viljir vera viðfangsefnið, Hugi?

Hugi

Kalli, ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur til að láta þennan draum þinn rætast. Ég vil sjá þig sem sjónvarpsmiðil! Og Elín, ég læt þig vita ef mér verður eitthvað ágengt :-). Grunar þó að ég eigi eftir að enda í einhverju "Mr. Palm-o-matic dæmi á Netinu".

Carlo

Hahahaha! Gerirðu þér grein fyrir hvernig „Palm-O-Matic“ hljómar? Og ég er ekkert að tala um pálmaolíu. Og þó... Annars vil ég bara segja þetta, Hugi: Takk fyrir! (Bara að æfa mig sko)

Hugi

LOL, nú langar mig allt í einu gríðarlega mikið í eina palm-o-matic. Mundi þó ekki vilja sjá Magnús Kjartansson kynna hana í sjónvarpsmarkaðnum. Kalli. Ég er sáttur við þig.

Carlo

Þá getum við sagt að það ríki bloggsátt þó það vanti kannski upp á þjóðarsáttina ;) Og, já, mig langar líka að sjá Palm-O-Matic.

Elín

Ég keypti einu sinni bók og kenndi mér að lesa í lófa.... ég er nánast búin að gleyma öllu samt, það eina sem ég man ennþá er að sjá hversu mörg börn fólk eignast... ég get sagt þér það ef þú vilt?

Hugi

Ég vil, ég vil!

Carlo

Yrði þetta svona Palm-O-Matic?

Elín

Kalli... hausinn úr ræsinu...prontó! :P Hugi.... ég er fær í því að sjá þetta með börnin, en því miður sé ég ekki yfir í næsta póstnúmer ;) Byrjaðu á því að spenna greipar og skannaðu og póstaðu höndina sem þumallinn lendir yfir hinum, þá erum við að dansa... ég meina lesa í lófa.

Carlo

Viltu ekki bara segja mér að hætta að skoða pr0n á netinu líka? Eða anda???

Elín

Ég get gert betur en það Kalli! hættu að skoða bíla á netinu, hættu að drekka, bjór, vín og Campari í sóda....og hættu að hugsa um skó ;)

Elín

........hættu líka að hlusta á tónlist.

Carlo

Carlo

I'll always have my Vintage Gazelles...

Sveinbjörn

Ég skal lesa í lófann á þér, án gjalds og meira að segja án þess að skoða lófann þinn: Hugi, þú munt verða ríkur og kynnast frábærri konu sem mun elska þig, and you'll live happily ever after. The End. OK?

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin