Ósanngirni

18. mars 2006

Ég keyrði Hildi systur til Selfoss í dag til að aðstoða hana við kaup á nýjum bíl eftir að sá gamli, sem var orðinn eldri en Reykjaneshryggurinn, hér um bil rifnaði í tvennt eftir miðju á akstri.

Til að gera langa sögu stutta, þá er systir mín, tónlistarmaðurinn, orðin jeppaeigandi. Ósanngirni heimsins er botnlaus. Á meðan ég hossast um á Golfinum eins og illa lyktandi unglingsstelpa, þá ríkir hún yfir götum Reykjavíkur úr krómhöllinni sinni. Það er ég sem ætti að vera á jeppa, ég sem ætti að geta keyrt samviskulaust yfir gamlar konur og ég sem ætti að geta lagt hálfur upp á gangstétt, bara vegna þess að ég get það. Ég, ég ég.

Strax og systa var búin að skrifa undir kaupsamninginn sá ég breytingu á henni. Það kom svona "úúúh, sjáið mig, ég á jeppa"-svipur á hana. Og gott ef hún varð ekki talsvert kýldari að neðan líka.

Nú fer ég og kaupi Landroverinn.


Tjáskipti

Kalli

Ég veit ekki hvort hræðir mig meira; þessi jeppaeignartilbeiðsla eða að systir þín sé kýld...

Lindablinda

En kemur hún til með að tilheyra klúbbi "að neðan bera" þegar hún fer að rúnta um á kerrunni? Þar liggur efinn.

Bringan

hmmm... Hildur rúlar á Honda, heimreiðin blasir við...og botnaðu nú! P.S. Sá hinn sami gamli Nissan gaf sig(Dr.Saxi:..."að því er virðist") undan þunga undirritaðrar, með óumflýjanlegri aðstoð Hafnfirskrar hraðahindrunar ...má til sanns vegar færa að Woody Allen hafi átt þar hlut að máli.Þess má geta að Hafnfirskt hringtorg kom þar hvergi nærri!

Lindablinda

Am I the only one confused????????

Stefán Arason

nei Linda (sem er blind!). Ég er jafn ringlaður í þessu kommenti frá Bringu, sem skrifar ekki undir, heldur ofan á...

Hugi

Kalli, ég vil biðja þig að gæta orða þinna til að móðga ekki okkur sem aðhyllumst jeppisma. Ég meina, Jesús var smurður áður en hann var lagður til grafar. Og mér er spurn, hví að smyrja hann ef hann var ekki jeppi? Jesús var jeppi, face it.

Hugi

Bringan er vissulega skáldmælt, en ég skil hvert orð, enda erum við tengd æðri böndum. Kæra Bringunn, ég efast um að það hafi verið þinn þungi sem lagði Nissaninn að velli, nett sem þú ert, enda hans tími löngu kominn. Terri Schiavo bílaheimsins.

Kalli

Ég smyr ristaða brauðið mitt líka á morgnana og ég skal sko lofa þér því að það er ekki jeppi. Mig langar svakalega í talandi brauðrist. Miklu meira en í jeppa... nema kannski flest sem heitir Land Rover eða er náskylt. Og MB G-wagen...

Siggi Óa

Hallowed be thy name Jeep, son of Sock

Kibba

piff jeppar smeppar Jeppar eru ekki nærrum því jafn hardcore og mótorhjól

DonPedro

Þú átt aldrei LandRover. Þú ættleiðir hann. Þú kynnist frábæru fólkinu á verkstæði B&L vel, og lærir að meta dagana sem ekkert er að bílnum þínum, Ég er stoltur LandRover tilsjónarmaður, Colin litli fyllir líf mitt gleði þegar hann er ekki að koma börnum bifvélavirkja í gegnum framhaldsskóla. Sem er líka góður málstaður.

Kalli

DonPedro, með fullri virðingu fyrir Land Rover-eign, þetta eru nú einu sinni meðal fárra jeppabifreiða sem mér finnst áhugaverðar, en finnst þér ekki Colin frekar ghey nafn á jeppa?

DonPedro

A) Colin er snargay. B) Colin er úr LandRover fjölskyldunni en er Range Rover, ríki feiti frændinn með fleiri bilunarmöguleika. Hann fer samt allt, með mjúkan leður-rassinn upp í vindinn. Bílarnir mínir heita eftir karakter þeirra. BMW320ia bíllinn minn hét Helmut, Wranglerinn minn hét Bob, hataði Golfinn minn hét Anton og þessi Englendingur, frekar meinlaus og ekki allt of high-tech, geislaði af sér Colin-nafninu þegar ég hitti hann. Þurfti ekki einu sinni að huxa.

Hugi

"Hi, I'm Colin, Colin Hunt. I'm a spy. Whaha, no not really - I'm alien - whoooo, whaha." (þeir sem ná þessari tilvitnun fá húmorsviðurkenningu karlmenn.is). Golfinn minn heitir Jónína. Þungur í taumi, ósmekklegur í útliti og strax og ég sný baki við honum fer hann að senda Styrmi Gunnarssyni tölvupósta um mig. Kalli, ég ætla ekki að fara út í hugmyndafræðilegar rökræður um jeppisma við þig - ég meina, auðvitað er brauðið þitt ekki jeppi, pffft. Þú hefur bara engan skilning á guðfræði og hefur örugglega ekki einu sinni lesið Jepplíuna. Eins og Siggi, innvígður Jeppisti, segir, Guð er sokkur og sonur hans eingetinn er '98 módelið af Land Rover Discovery.

Kalli

Þú hittir naglann á höfuðið, Hugi! Guðfræði skil ég ekki frekar en almenna þörf til jeppaeignar.

Kalli

Já, og Don Pedro, ef svo vildi til að ég eignist einhvurntímann ökutæki úr Land Rover fjölskyldunni (sem yrði þá líklegast eldri Range Rover eða bara hard core Defender) þá yrði ég bara að skíra hann Lord Harry of Metcalfe. Það er eitthvað svo wellies and mackintosh... :)

Kalli

Öhm... afsakaðu kommentakæfuna en ég finn enga leið til að senda þér línu...

Hugi

Ég er nú svo sem ekki stóri jeppamaðurinn heldur - en ég er hinsvegar mikill útivistarmaður og er búinn að festa hana Jónínu aðeins of oft í drullu og snjó til að nenna að standa í því. Viðbótin við karlmennskuna er bara bónus sem hjálpar til við að standa undir léninu mínu.

Hugi

Mér heyrist að rétta nafnið á Land Rover sé Wellington. Ruddalegur, fallegur og snarbilaður. Eða Nelson aðmíráll, keyrir með mann hvert sem er út í opinn dauðann. Reyndar er Baldreck farið að hljóma mjög freistandi...

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin