Það er verið að njósna um mig

22. febrúar 2005

Fólkið í blokkinni á móti mér vantar áhugamál. Það liggur á gluggunum kvöld eftir kvöld og horfir á mig taka út vandamál dagsins á píanóinu, þannig að ég er viss um að andlitin á þeim eru farin fletjast sjáanlega út. Stundum hætti ég að spila og sný mér leiftursnöggt við og þá allt í einu slökkna ljós í gluggum, fólk hverfur lóðrétt niður fyrir gluggakistur og sumir byrja að fitla sakleysislega við blómapotta.

Ég er að velta því alvarlega fyrir mér að ráða t.d. sinfóníuna og íslenska dansflokkinn og setja upp sýningu á Baldri eftir Jón Leifs í stofunni hjá mér svo að fólkið hafi nú eitthvað áhugaverðara en lítinn, feitan, rauðhærðan píanóamatör að horfa á. Ég auglýsi s.s. hér með eftir leikmyndahönnuði og leikstjóra sem treysta sér til að útfæra Baldur fyrir fjóra 60cm breiða glugga og svið í 100m fjarlægð.

Svo gæti ég náttúrulega líka bara fengið mér gluggatjöld. Eða farið í meðferð gegn vænisýkinni. Ójá.


Tjáskipti

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin