Fjör á Melnum

21. október 2006

Það er alltaf svo frábær stemning á Hagamelnum. Fékk stúlku í heimsókn um daginn og hélt henni uppi á skemmtisögum frá klukkan sjö um kvöldið til þrjú um nóttina. Meðfylgjandi mynd er tekin um ellefu, þegar ég var búinn að vera tvo klukkutíma að lýsa áhuga mínum á frímerkjasöfnun og mismunandi tegundum fyrstadagsumslaga.

Ég er sérfræðingur í líkamstjáningu og þarna er hún greinilega að hugsa "Vá hvað maðurinn er skemmtilegur og hvað frímerkjasöfnun er áhugaverð, hvílíkt og annað eins magn gagnlegra upplýsinga. Ég bara verð að taka um höfuðið til að halda öllum fróðleiknum inni".

Seinna um kvöldið þyrmdi yfir hana af gleði svo hún hreinlega rak upp öskur og hljóp út án þess að kveðja. Hlakka til að heyra í henni aftur.


Tjáskipti

Siggi Óla

Ég hef setið í hundruðir klukkustunda við eldhúsborðið hjá Huga og get því vottað um ótvírætt skemmtanagildi þess. Þar hafa vandamál heimsins verið margoft krufinn til mergjar og leyst. Synd að lausnirnar skuli alltaf hafa gleymst jafn óðum, en það þýðir líka að maður hefur alltaf ástæðu til að setjast aftur við áðurnefnt eldhúsborð, hlusta á Galliano eða Louissier, sötra gott vín og stunda óbeinar reikingar á meðan húsráðandi eys úr fötum speki sinnar. Hugi.....I miss you man :-(

Hugi

Sömuleiðis kæri vin - ferðu ekki að kíkja suður bráðum?

Stefán Arason

sniff sniff...ég vil líka vera með! Við eldhúsborðið hjá Huga er gott að vera.

Carlo

Hugi er fyrirmynd mín sem ladeez man.

Elías

Töluðum við ekki eitthvað um að stofna hljómsveit um daginn? Blogg-sveit? Ég legg til að hún verði kölluð Melurinn. Hvað segirðu að sérhvert lag verði að hafa annaðhvort munnhörpu eða tamborínu? Svo fáum við Carlo með upp á útlitið. Og bassa og trommur einhvers staðar. OK?

Carlo

Frábært! Það er einmitt það eina sem ég hef fram að færa í hljómsveit. Ég get orðið svona n.k. Bez nema án dópsins og dansins.

Harpa

Éssskal skaffa hörpuna. Eða, það færi kannski eftir leikaranum... Annars, Hugi minn, þessi færsla er snilld eins og allt sem frá þér kemur drengur!

Fríða

ég kann á pennywhistle, ég kann á pennywhistle! Ég get kennt einhverjum á hana líka... (á Kalli nokkuð að vera í hommagerfinu?)

baun

frímerki eru auðvitað hrífandi umræðuefni, skil vel að stúlkukindin hafi setið límd yfir því. vel gert Hugi, þetta er áfangasigur:-) (og drífið í að stofna hljómsveit, hef heyrt að grúppíur séu þekktar fyrir áhuga sinn á frímerkjasöfnum í heimahúsum)

Hugi

Stebbi, þú mátt svo endilega vera með. Það er gott að hafa þig við eldhúsborðið. Tala nú ekki um þegar þú ert eins duglegur að elda og síðast :). Farið ekki annars þið tengdafeðgar að líta til landsins, og kíkið þið þá ekki í mat á Melinn? Gildir aðeins ein regla um gesti á Hagamelnum. Þeir eru alltaf velkomnir :). Carlo. Þú verður að fara varlega í að velja fyrirmyndirnar ef þú vilt ekki enda einn! Elías - sold! Hvenær eigum við að taka fyrstu æfingu? Það er greinilega enginn skortur á þátttöku :-D. Harpa, haha :-). Ég spila daglega á hörpu, og þar sem þetta er píanó, þá er ég að hamra hörpu á hverjum degi. Bið fólk þó að lesa ekki of mikið í þetta, ég og harpan í píanóinu mínu eigum í platónsku sambandi. Já er það ekki baun? En þú býður ekki fram neitt hljóðfæri, ætlar þú að vera grúppía?

baun

ég þótti nú liðtæk á blokkflautu þegar ég var 9 ára, ekki að maður sé neitt að monta sig af tónlistarlegum afrekum, en vildi bara svona nefna það (fyrst þú spurðir) svo er ég reyndar vön grúppía frá sokkabandsárunum...aldrei að vita nema eitthvað í þá veruna tæki sig upp ef svona geggjað flottir gaurar eins og þið stofnuðuð drengjasveit:o)

Hugi

Heyrðu, blokkflautan ætti nú aldeilis heima í þessu! Tökum lög eins og Final Countdown eða Bohemian Rhapsody með alveg brennandi blokkflautusólóum :-). Já, Drengjasveit segirðu... Blog Street Boys? New Kids on the Blog? Eða nei, það verða nú greinilega stúlkur þarna líka...

Elías

Ég legg til að sérhver komi með hljóðfæri í heimsókn til Hiuga. Tamborínur og hristur kosta lítið í Tiger. Blokkflauturnar þar virka líka alveg, að maður tali nú ekki um xylofónana. Hvað segirðu, Hugi, hvenær geturðu tekið við svona miklum fjölda?

DonPedro

Ég gæti spilað á gyðingaorgel!

lindablinda

Býð enn og aftur fram nikkuna. En Hugi.....platónsku sambandi? Hvað varð um allar refsingarnar?

Lína

Lína á selló inní skáp..

Ms. G

Ef ykkur vantar prumpublöðru er ég "game".

Barbie

Ég á þverflautu. Mæti meðana.

DonPedro

Það eru mér ákveðin vonbrigði að enginn vilji frekari útskýringu á hvað "gyðingaorgel" er.

Hugi

Heyrðu, Pedro - hvað er gyðingaorgel? :-)

Þór

Ef einhver á opinn eld, þá get ég spilað á pólifónísk raddbönd, amk á meðan húðin á höndunum dugir til :-P ( Hva.. sá enginn Caveman ? ;) )

Elías

Ég hélt bara að þú hefðir meint gyðingahörpu.

DonPedro

/Users/DonPedro/Desktop/calculator.jpg

DonPedro

Mátti reyna. Gyðingaorgel er annað orð yfir stóra reiknivél.

Carlo

Verður þá Apparat/Kraftwerk fílingur í þessu hjá okkur?

DonPedro

I am the operator with my pocket calculator...

Harpa

Gyðingahörpu Elías! Fuss, það er sko ekki til!

hildigunnur

uu, jú...

Guggan

SKO......ef þú hefðir nú kannski leyft henni að kíkja í myndavélina þína...........manstu þarna sjúklega skemmtilegu myndirnar þínar....muahahahahahahahha..............þá liti myndin af henni ekki svona út :-) P.s. Kannski hefðirðu átt að bjóða henni á myndakvöld????? En annars takk fyrir síðast :-)

Guggan

Ms. G

Ha? Geturðu talað aðeins hærra?

Ms. G

PS. Þetta tónlistarnám þitt er alveg búið að eyðileggja fyrir manni heilu dagana. Ég hef ekki frussað kaffi, morgunflögum eða kvöldsnakki á tölvuskjáinn minn ég veit ekki síðan hvenær.

Sigga

Ég þyki liðtæk með þríhorn! Þetta verður greinilega big blog band.

Hugi

Haha Gugga, takk fyrir síðast sömuleiðis! Og nei, ekki séns - þessar myndir voru "for your eyes only" ;-). Ms. G, ég fékk svo margar kvartanir yfir ónýtum hnappaborðum (og illa kaffibrenndum heimilisálfi í eitt skiptið) að ég neyddist til að tempra mig í skrifum. Er hinsvegar núna orðinn breimandi af skrifleysistengdu óþoli (útgáfa rithöfundarins af gr... Köllum það bara "skreddu") og finn að það sýður yfir afar fljótlega.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin