Í lok nóvember skrifaði ég þingmanninum mínum, sem núna er ráðherra í sitjandi stjórn, stutt bréf og spurði hvort hann væri fylgjandi því að boðað yrði til þingkosninga í vor.
Ég var að fá svarið, aðeins rúmum mánuði og tveimur ítrekunum síðar - og það var nákvæmlega það svar sem ég átti von á, í stuttu máli eitthvað í stíl við "Nei, við vorum réttilega kosin 2007 og ég sé enga þörf á kosningum í vor".
Ég íhugaði að svara honum með einhverjum löngum pistli og reyna að koma honum í skilning um að þetta er *búið* hjá þeim - en það þjónar bara nákvæmlega engum tilgangi. Það sást svo augljóslega á bréfinu að stjórnin býr í la-la-landi og er gjörsamlega, fullkomlega úr sambandi við almenning, skilur ekki aðstæður og tekur engum rökum. Og ef maður er rjúpa, þá á maður ekki að sóa tímanum í staura.
Ég vil kosningar í vor. Og það verða kosningar í vor.
sástu ISG í Kastljósinu í kvöld? sama platan spiluð þar... hef bara eitt um þetta að segja. helvítis fokking fokk.
verði þinn vilji!
Þú ert velkominn á Nógboðslistann. Eina skilyrðið fyrir veru þar er að vilja afnema flokkakerfið.
Heh, kemur 'gersamlega á óvart'!
Já baun, ég sá það. Helvítis fokking fokk. En já, ég get fyrirgefið litla samfylkingarráðherranum mínum - Samfylkingin er náttúrulega bara eins og smábarn sem vill ekki sleppa fyrsta sleikipinnanum. En það sem kemst ekki fyrir í smávaxna austfirska heilabúinu mínu er að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn er að aukast? 25% kjósenda, ~70.000 manns, mundu kjósa sama fólkið og er búið að hræra okkur út í þessa steypu? Hvað er að?
gaad, ef maður vissi það nú!!!
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin