Jææja

2. júlí 2007

Ég er kominn aftur. Til að vera. Sorry.

Hvað varð um mig, tjah: Meðan ég var staddur úti í San Francisco lenti serverinn minn í tilvistarkreppu og framdi sjálfsvíg með aðstoð harða disksins. Ég náði eiginlega öllum gögnunum til baka aftur en ég átti það alls ekki skilið, því þegar ég tékkaði á afritunum reyndust þau ónothæf. Tvær dramatískar nætur af fitli við diskinn í vélinni skiluðu mér þó mikilvægustu gögnunum aftur og nú er ég kominn með svo pottþétt afritunarplan að héðan í frá er það tvennt sem mun lifa af komandi kjarnorkustyrjöld. Kakkalakkar - og þessi vefur.

Og þá er bara að byrja að bæta fyrir allan þennan glataða tíma í skrifum, látum okkur sjá, hvar á ég að byrja...


Tjáskipti

SA

Byrjaðu í miðjunni...ágætist byrjun það :)

baun

voða erfitt að eiga við það þegar serverinn og harði diskurinn ganga í sértrúarsöfnuð og ákveða að kála sér í Djónsvilligöum rafheima.. gott að þú ert kominn aftur:)

Kalli

Don't drink the Kool Aid!

Hugi

Gott að sjá ykkur :) Hmmm, já... þessi bölvun gæti kannski tengst því að ég gerði stólpagrín að vísindakirkjunni úti í San Francisco? Serverinn andsetinn af Xenu kannski...

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin