Kvef

17. júní 2008

Ég náði mér í hressandi kvef (eða hugsanlega berkla) síðasta daginn minn í Bandaríkjunum. Síðustu nóttina úti hóstaði ég fjölraddað og húðaði allt mitt nánasta umhverfi glansandi slími í öllum regnbogans gulum og grænum litum. Mjög gefandi.

Svo ég fór á fætur um miðja nótt og gerði mér ferð á náttfötunum og inniskónum út í Walgreens - búðina sem selur allt. Ég þrammaði þangað inn, fölur og þvalur, með grænleitt slím lekandi út um munnvikið, og spurði hvað ég gæti fengið við kvefi og hósta. Allir viðstaddir hrópuðu "NyQuil!" svo ég keypti það, fór heim, tók tvo sopa - og lamaðist. Ég svaf eins og grjót í 8 tíma. Það var kraftaverk að ég skyldi vakna í flugið. Ég svaf í leigubílnum á leiðinni á flugvöllinn. Ég svaf á flugvellinum. Ég svaf í flugvélinni frá San Francisco til Minneapolis. Svo svaf ég í tvo tíma í Minneapolis og svaf svo út allt 6 tíma flugið heim. Vaknaði á þriggja tíma fresti til að hreinsa lungun (sem var mjög falleg og sæt lítil athöfn, sem ég minnist með söknuði).

En ég vaknaði alheill. Takk, NyQuil.

Var svo að velta því fyrir mér í gær hvers vegna þetta fæst ekki á Íslandi, en svarið er auðvitað augljóst. Nánari fróðleikur frá lyfjaeftirlitinu.


Tjáskipti

Sveinbjörn

Maður fær ýmislegt góðgæti over-the-counter í útlöndum. Ég átti við insomníu að stríða um tíma í London í fyrra, og fór út í apótek og spurði hvort þeir ættu e-ð við þessu. Ég var látin hafa e-ð stöff sem hét Nytol, sem alveg steinrotaði mig. Síðan þegar ég vaknaði loksins leið mér eins og zombie og heilinn minn ópereraði á 13% kapasíteti í heilan dag eftir á. Mæli með þessu ef þú lendir í að hugsa of mikið.

Sveinbjörn

Sjá einnig http://www.nytimes.com/2008/06/14/us/14florida.html?_r=1&partner=rssnyt&emc=rss&oref=slogin

baun

mér finnst að svona kvefmeðal ætti að fást á Íslandi..mun skárra að geta sofið úr sér leiðindin. reyndar ætti að fylgja svona með pennanum þegar maður fer á suma fundi *geisp* sendi batnkveðju:)

lindablinda

þessi amerísku kvefmeðul eru snilld. Björguðu mér á tímum þar sem ég þurfti á svið að performera t.d. eitt stykki heilan söngleik með bullandi hita og kvef (dayQuil - það peppar þig upp) og svo rotaði maður sig þegar heim var komið til að meika næsta gigg. (nyQuil) En þetta er víst stútfullt af ólöglegri ólyfjan - því verðum við bara að þola flensurnar hér heima með fúlum norskum brjóstdropum og vörutorgi.

Hugi

Sveinbjörn, lyfjahillurnar í verslununum þarna úti eru náttúrulega þvæla. Örugglega bara tímaspursmál hvenær þeir taka upp svona skóflu-kerfi á pillurnar eins og í sælgætisbarnum í Smáralindinni. En ég hugsa iðulega of mikið - þarf alveg að komast í þetta Nytol... Baun, hjartanlega sammála. Þetta er nokkuð sem vantar í öll íslensk apótek. Veit hvað þú meinar með fundina (og það ætti að fylgja koddi með sumu fólki líka). Ein lausn er að gera fundinn áhugaverðari, t.d. með því að standa up, fara úr fötunum, rétta úr handleggjunum og tilkynna viðstöddum að þú sért bókstafurinn T. Linda, já, ég keypti einmitt DayQuil líka. Þurfti þó ekki að nota það, mér gafst aldrei tækifæri til þess - var alltaf sofandi.

Kalli

Brilliant. Ég fór einmitt að hugsa um Dennis Leary þegar þú sagðir NyQuil. "Don't make any fucking plans."

Hugi

Það er nefnilega ískyggilega nálægt sannleikanum...

Sveinbjörn

Hugi, mér finnst að þú ættir að horfa á þessa kvikmynd: http://uk.youtube.com/watch?v=9Mkl9rtttog

Anna Soffía

Sá að þú varst búinn að troða mér á heimasíðuna þína! ..þannig að ég ákvað bara að gera slíkt hið sama :) Hlakka til að hitta þig aftur strákur ;)

krissi

Hefði ég ey fundið 14 ára Scapa hefði ég jú sennilega leitað í svona stuff.

Anna Soffía

Ég aftur hér...hehehe...endilega kíkkaðu Hugi á bloggið mitt og commentaðu drengur:).....

Matthew

It was a bummer that you were ill. I hope you got better and that the plane ride wasn't too much like hell. Don't forget that in addition to NyQuil, there is a *daytime* variety called "DayQuil." These are the contrabands you'll need to bring back to Iceland in quantity!

Hugi

Sveinbjörn: Sammála. Kristján: Sammála. Matt, that's quite an achievement, posting on an entirely Icelandic site :-). And yup, I was bummed about not making it to the bash, I was looking forward to having some beers with you. But at least I learned one thing from this - and now, NyQuilism is my new religion. All Hail The Vicks Corporation!

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin