CV

17. mars 2006

Af einhverri ástæðu fór ég í vikunni að hugsa um að ég hef aldrei á ævinni búið til CV og ákvað að setjast niður og skrifa eitt slíkt, fyrst og fremst sem æfingu fyrir sjálfan mig. Þegar ég var kominn á blaðsíðu sjö þá þyrmdi yfir mig. Ég er búinn að gera svo fáránlega margt um ævina að það varð skammhlaup í heilanum á mér þegar ég reyndi að rifja það allt saman upp.

En þetta er merkileg æfing og ég ætla að halda áfram með hana síðar. Þetta hjálpar manni að skilja hvað skiptir máli og að flokka það sem maður hefur gert, í það sem skiptir máli fyrir mann sjálfan, það sem skiptir máli fyrir ferilinn, það sem skiptir máli fyrir aðra og svo það sem skiptir bara engu máli yfir höfuð.

Ég ætla að geyma þetta CV mitt aðeins. Ég þarf hvort sem er (vonandi) ekki að nota það á næstunni.


Tjáskipti

Lindablinda

Það er t.d. ekki til góðs að blaðra um grunnskólamenntun og arfatog í unglingavinnunni. Compless my fliend.

eEinar

Alveg nauðsynlegt að eiga og halda við CV. Mitt er reyndar 4 bls. og ég hélt að það væri heimsmet... but no... if I do anything, you of course have to to it better! ;)

kibba

CV Kiðhildar Ólafstóttur Kynd: Hún kom, hún jarmaði, hún drakk, hún reið, hún söng Nínu, hún keyrði, hún rokkaði. virðingarfyllst Kiðhildur Ó Kynd

Kalli

Ég byrjaði að smíða mitt en það var svo lítið sem mér fannst taka að minnast á að ég hætti því bara. Þá vil ég heldur blaðsíðurnar sjö.

Hugi

Þetta var nú ekki svo merkilegt, ég notaði 36 punkta letur, tvöfalt línubil og A5 blöð með 5cm spássíu. Í rauninnni var ég bara búinn að skrifa H-u-g-i Þ-ó-r- þegar ég gafst upp. Og ungfrú Kiðhildur, þú ert ráðin!

Stefán Arason

Ég hef nokkrar spurningar handa lesendum þessarar bloggsíðu: Er Einar E? Er Kiðhildur Ólafstóttir kind? Er Don Pedro frá Ítalíu eða Spáni? Er Linda Blind? Hverju reið Kiðhildur? Er Hugi/Fruggi Roðrarson eitt agnarlítið smu?

Harpa

Hugi, ekki hætta að vinna í CV'inu þínu. Ef ekki væri fyrir það vissi ég t.d. ekki nema hálfan sannleikann um nöfn þín. Hvernig átti mig að gruna að þú værir skírður eftir þrumuguðinum sjálfum? Það er með ólíkindum hvað maður kemst að mörgu um fólk með því einu að lesa ferilskrá þess. (Eða í þessu tilviki umræður um hana.) Þó er þetta svo augljóst ef maður hefði haft vit á að tengja bakgrunnsmyndina við nafn þitt.

DonPedro

Góð spurning. Mannanafnið Pedro útleggst sem Pietro á Ítalíu. Pedro er því spænskt mannanafn. Don nafnbótin á við bæði á Spáni sem og Ítalíu. Sjálfur bjó ég á Ítalíu í nokkur ár, og þegar ég kom heim hóf einn vinnufélagi minn að kalla mig þetta. Var sá lítið inni í aðgreiningu milli tungumálá af rómönskum stofni, og ég veit ekkert hvað honum gekk til. Mörg ár af því að vera aðgreindur frá öðrum og fjölmörgum Pétrum þessa heims með millinafni mínu (Sigurþór) lauk því og ég opnaði faðminn fyrir þessu, þótt að nafnbótin Don hafi þá verið óverðskulduð. Það er mitt hlutverk að lifa mig upp í að vera nafnbótarinnar virði. Ég er ekki búinn að svara spurningunni, en það er af því að það er ekkert svar til. Ítalskur í hjarta, spænskur að nafni?

Lindablinda

Lindablinda er staurblind í víðasta skilningi þess orðs, sem útskýrir hvers vegna hún endar ávallt í hræðilegum samböndum með bæði öpum og úlfum og er mjög oft í slæmum félagsskap með sjálfri sér.

Hugi

Harpa, ég heiti raunar ekki Þór, heldur er ég Þórðarson. Þetta var bara það sem ég komst í að skrifa CV-ið, sjáðu til. Ahaha, gríðarlega fyndið sko o.s.frv. :-). Og til að halda áfram í fræðslunni, þá ku "smu" vera það sem smámæltar kýr segja.

Harpa

Wahahaha, það er þá orðið ljóst að þú VERÐUR að hafa CV'ið a.m.k. ööörlítið lengra. Jafnvel þó svo það þýði að þú verðir að bæta við áttundu blaðsíðunni :-D

Sveinbjörn Þórðarson

Hmmm.... CV = Curriculum *Vitae* Vitae = Líf Hugi, verður maður ekki að hafa eitthvað "remotely resembling a life" til þess að geta skrifað slíkt?

Bragi

Iss, mín er 12 bls. - og það er m.a.s. stytta útgáfan. Annars er kannski best að hafa CV bara á vefformi (eins og ég er búinn að gera við mína). Þá er hægt að segja að CVið sitt sé 8347 bæt!

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin