Ég settist upp í Blakk um síðustu helgi og skrapp í Þórsmörk ásamt hóp af snillingum og skemmtilegu fólki. Það var auðvitað glampandi sólskin og hiti allan tímann - eins og alltaf allsstaðar sem ég fer. Altént, ég var beðinn af rauðhærðranefnd Brunavarna ríkisins að birta þessa mynd úr ferðinni, öðrum rauðhærðum sem víti til varnaðar.
Takið sérstaklega eftir því að rauði liturinn endar ekki við andlitið á mér, ég hreinlega baða allt mitt nánasta umhverfi rauðum bjarma. Við þurftum ekki einu sinni að kveikja varðeld um kvöldið, ennið á mér sá fyrir bæði hita og birtu. Mjög rómantískt.
Krakkar: Notið sólvörn.
PS: Svona á að beita ljósmyndabrosinu.
Vid vitum ekki hvort hinir sem voru tharna seu sammala en vid herna a bechkam diet a mallorka erum sammala um ad vid seum snillingarnir i ferdinni. Spice it up og ja i framhaldinu vaeri haegt ad steikja a andlitinu thinu goda steik. Mallorkakvedjur.
Æ æ. Sól sól skín á mig Ský, ský skíttu á þig Ég nota enga vörn á sig Ský, ský burt með... uhhh slig
a. var sárt að brosa? b. var sárt að slaka niður brosinu aftur? c. var þetta einlægt bros?
Jájá stelpur, segjum það bara, þið voruð snillingarnir :). Farið varlega í karlana þarna úri, það vita allir að spænskir karlmen villja bara eitt. Jebb, súkkulaði. Þeir eru brjálaðir í súkkulaði! Bróðir sæll, þú ert á rangri hillu í lífinu, legg til að þú seljir húsið og fjölskylduna og gerist skáld! Baun, það var allt sárt sem ég gerði, en þetta var samt einlægt bros - eins og öll mín bros :-).
"How are YOU doin'?"
Jájá, ég veit, ég er bara svona svakalega sexí og ómótstæðilegur. Ekkert sem ég get gert í því :-).
hehehehe mér finnst ekkert smá fyndið að þú hafir haldið að ég væri Hildigunnur systir á föstudaginn.. þá er komin skýringin á skrýtna svipnum sem kom á þig þegar ég sagðist vera nánast hætt að blogga ;) Það var þá kannski bara ágætt hvað við vorum löt út (já og fengum heldur ekki pössun) fyrst þú hélst að þú værir að bjóða allt öðru liði ;)
Ó. Og. Úff... Kommon, þetta varst ekki þú - þú varst systir þín, ég sver það :-D. Grrrrrr. Svona gerist þegar ómannglöggasti maður Íslands rekst á aðra af líkustu systrum Íslands. En... Þetta er samt léleg afsökun fyrir því að mæta ekki, því þið systur eruð auðvitað báðar jafn velkomnar á þetta heimili (líkt og allt annað skemmtilegt fólk). Eiginlega er ég miður mín að þið hjúin skylduð ekki mæta - það hefði verið fróðlegt að sjá hversu lengi ég hefði komist upp með að kalla þig Hildigunni...
ÞVÍLÍKT OG ANNAÐ EINS LJÓSMYNDABROS HUGI! Þú ert langflottastur.
Vá hvað þú venst vel!
http://gingerkids.org/
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin