Bara ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því - aðeins starfslokasamningur Bjarna Ármannssonar við Glitni einn og sér kostaði þjóðina tæpan milljarð. Og það er bara það sem hann stakk í vasann rétt á leiðinni út úr bankanum.
Ég er almennt ekki mikið fyrir hengingar og gapastokka, en mér finnst það ekki spaugilegt þegar hvítflibbaþjófarnir ætla sér að komast upp með kattarþvott í Kastljósinu. Ekki spaugilegt.
alltaf er ég að ofmeta eigið ágæti og enginn borgar mér milljarð fyrir það. hvar er réttlætið?
Nei, algerlega sammála - vonandi taka allir eftir því að Bjarni Ármannsson er að slá ryki í augu þjóðarinnar með því að skila HLUTA af þeim peningum sem hann stakk í vasann.
Kæra baun, ég skal borga þér milljarð, veit að þitt ágæti er þess virði. Fyrst þarftu bara að kaupa hlutabréf í æðislega fyrirtækinu mínu á þrjá milljarða og svo skal ég borga þér milljarð. Frú Sigurbjörg, við getum bara vonað. Svona fölsk iðrun og framkoma gerði ekkert fyrir mig annað en að magna reiðina (sem var alveg orðin nógsamleg). Maður veit ekki einu sinni hvað á að segja um þessar 370 milljónir sem hann hendir í okkur til að halda okkur góðum. Manni detta helst í hug Frakklandskonungar rúntandi um götur Parísar að henda mynt í lýðinn.
Helvítis fokking fokk
Spök orð bróðir sæll, spök orð!
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin