Buxnakast

10. júlí 2006

Ætlaði að henda buxunum mínum kæruleysislega á borð í svefnherberginu í dag, en beitti aðeins of miklum styrk og þær hurfu afar kæruleysislega út um glugga við borðið. Svo ég þurfti að rölta kæruleysislega niður tvær hæðir og sækja buxurnar mínar út í garð.

Ekki að virka. Ég þarf alvarlega að fá mér stormjárn á þennan svefnherbergisglugga.


Tjáskipti

Daníel

Á meðan þú læsir þig ekki úti buxnalaus er þetta í lagi.

Lindablinda

Hvað á allt þetta kæruleysi að þýða Hugi?!!

Fríða

lol

Carlo

Vonandi hafðirðu aðrar buxur til að vera í rétt á meðan?

Fríða

Eða vonandi kæruleysislega ekki?

baun

Hugi, we are amused

Hugi

Baun, gott að geta skemmt hátigninni :-). En jájá, ég er svo innilega kærulaus. Og neinei, ég var nú ekkert að fara í buxur þegar ég fór út. Bæði er hollt og gott að viðra "sig" stundum, og svo verða nágrannarnir líka að hafa eitthvað til að tala um. Annars tók mig korter að finna buxurnar mínar í stórri hrúgu af rifnum buxum með gullbróderuðum upphafsstöfunum "K.B.".

Elín

Eru bankarnir farnir að gefa buxur? djöfuls veldi á þessu liði..

Fríða

lol

Carlo

Hugi, fáðu þér hund og þú yrðir hinn íslenski Matthew McConnoughey.

Hugi

Kalli, nú er fattarinn minn í einhverjum lamasessi. Fá mér hund og verða að Matthew Mkkhhonngghhei? (eða hvernig sem það er skrifað)

Carlo

Hann er þekktur fyrir að fá sér göngutúr með hundinn. Nakinn.

anna

Æ gastu ekki skutlað buxunum hans Ken upp bara? Fannstu nokkuð svartar kven þveng nærbuxur með svona rauðu bróderí efst á rassinum? Kannski eru þær bara á bakvið ofninn.

Kibba

Þú ert mjög efnilegur kandídat í töskukast á ólympíuleikum samkynhneigðra. Spurning um að fara að taka æfingarnar af alvöru ...... já og koma út úr skápnum (það er víst grundvallarskilyrði fyrir að mega taka þátt)

Óskar

Fréttin af mbl.is "Lögreglan leitar strípalings í vesturbænum" meikar allt í einu mun meira sense.

Daníel

Sú frétt meikaði nú reyndar sens alveg frá upphafi. Það kom bara einn til greina.

Harpa

eins gott að það voru engin rassaköst í gangi á sama tíma....... í sömu buxum :-o

Mjása

http://video.google.com/videoplay?docid=-3382491587979249836&q=jump+in+my+car

Carlo

Ó Guð... var ekki til neitt reipi á þessu heimili?

Skutlan

hefði líka kannski geta veitt þær upp ef þú átt veiðistöng Hugi múhahahahahaha

Guest

Hugi minn, þú hlýtur nú að vera kominn í buxurnar núna. Ertu kannski enn að safna hári á bakið?

Eva á Umfó

Hva... hættur að blogga? Eða er verið að þræla þér svona út í vinnunni að þú hefur engan tíma? ;) Kv. Eva

Harpa

Mér líst ekki á þetta stop Hugi. Ég ætla að skutlast suður og tékka á þér. Manni stendur náttla ekki á sama... P.s. láttu mig vita ef þú vilt að ég komi við í Kuffélaginu og kaupi fyrir þig stormjárn. Þar er allt til ;-)

Hugi

Góðan daginn öllsömul :-). Afsakið þögnina og ruddaskapinn, þetta eru búnar að vera annríkar vikur. Eva, nei, það er nú ekki verið að þræla mér svona illa út hérna niðurfrá. A.m.k. ekki meira en venjulega :-). Harpa ég er snortinn yfir umhyggjunni. Og játakk, mig vantar eitt stormjárn, tvo potta af mjólk, skiptilykil númer 13, einn pakka af gulum Braga og 35 kíló af graskögglum. Og keyptu þér bland í poka fyrir afganginn.

Harpa

Keypti mér bland í poka en gleymdi restinni. Kem með þetta um helgina ;-)

Mjása

Jesus, Mary and Joseph!!! http://www.youtube.com/watch?v=LKu_QA8Bn9o&mode=related&search=Hasselhoff

Carlo

Nú held ég að Mjása þurfi að fara í meðferð til að losna við Hasselhoff fíknina.

Hugi

Harpa, skildu smá bland eftir handa mér :-). Mjása. Þetta var... Rosalegt. David Hasselhoff er eins og skammtafræði, ég mun aldrei skilja hann. En hann er dásamlegur. Eins og skammtafræði.

Mjása

Svona gerist þegar þú hættir að blogga. Ég fer að flækjast á Netinu og sekk mér niður í lágmenninguna. Öss, öss, öss.

Hugi

Já, ég biðst afsökunar á þessu - gerði mér engan veginn grein fyrir hversu mikið hlutfall greindarlegs efnis á Netinu lækkaði þegar ég hætti. En nú fer bloggþurrðin að ganga til þurrðar. Tvær vikur eftir af gestagangi, útigangi og fjallgangi og svo flyt ég aftur hingað, þar sem sólin ekki skín.

Kibbster

Þú veist hvað kemur fyrir þá sem blogga of sjaldan? Sveppasýking á milli tánna og graftarkýli á hornhimnunnar. Ekki láta þetta koma fyrir þig Hugih!!

Fríða

öööööjjjjjjbjakkbarasta,,,, ekki láta það gerast plísplís

Hugi

Of seint. Búinn að bera Lamisil á tærnar og er að kreista á mér hornhimnurnar. Bráðskemmtilegt alveg.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin