Mt. Pasta

14. september 2009

Mig langar að biðja um tveggja mínútna þögn í minningu þessara hugrökku hráefna. Egg 1, ég kynntist þér aldrei jafn vel og ég vildi. Egg 2, þú varst í ísskápnum þegar ég þurfti á þér að halda. Hveiti - þú veist að ég gleymi aldrei glútenríku brosinu þínu þegar þú loksins komst út úr skápnum. En ég bara neyðist til að hnoða ykkur í pasta og éta ykkur.


Tjáskipti

Anna María

Ég felldi tár.

Hugi

Já.. Þetta var erfið stund fyrir okkur öll.

Þór

Hugi, þú ert alveg eðal :)

Hugi

Þú ert nú ekki alslæmur sjálfur :).

Sveinbjörn

Þetta er nú magnað ljóð. En ef þú vilt fá það útgefið þarftu að formatta það á svona pretentious hátt: Mt. Pasta Mig langar að biðja um tveggja mínútna þögn í minningu þessara hugrökku hráefna. Egg 1 --- ég kynntist þér aldrei jafn vel og ég vildi Egg 2 ---- þú varst í ísskápnum þegar ég þurfti á þér að halda. Hveiti ---- þú veist að ég gleymi aldrei glútenríku brosinu þínu þegar þú loksins komst út úr skápnum. En ég bara neyðist til að hnoða ykkur í pasta og éta ykkur.

baun

hugljúft og fallegt, ég er hrærð (eins og egg).

Hugi

Sveinbjörn, þú ert snillingur! Eigum við að vinna saman að ljóðabók? Ég skrifa textann, þú sníður hann til? Baun, ég skil þig vel - ég er hertur (eins og þorskhaus).

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin