Mbl.is á góðum degi

27. júní 2006

Það þarf svo lítið til að skemmta mér. Ég er búinn að sitja með tárin í augunum (af hlátri) og berjast í gegnum grein á mbl.is (afrit) þar sem reynt er við heimsmetið í slæmu málfari. Grípum aðeins niður í greinina…:

Ef uppeldi eða félagslegir þættir tengdir eldri bræðrum undirstrika hin bróðurlegu fæðingarröðunaráhrif (tengslin milli fjölda eldri bræðra og samkynhneigðar karla) þá ætti fjöldi ólíffræðilegra bræðra að spá fyrir um kynhneigð karla, en svo er ekki.

Já. Þannig.

Mig grunar að það séu hersveitir af erlendu vinnuafli á skrifstofum mbl.is með orðabækur að þýða greinar af erlendum netfjölmiðlum. Ég prófaði að renna upprunalegu greininni af BBC í gegnum þýðingartól á Netinu og ég er ekki frá því að niðurstaðan, greinin "Kviður umhverfi makes mannskapur gay", sé skýrari en sú á mbl (prófessor Kirkjusöngur frá Rósasilki Háskóli kann sitt fag).

Mig langar í "ólíffræðilegan bróður".


Tjáskipti

Mrs. Bean

bíddu, eru Pólverjarnir og Kínverjarnir að verða leiðir á vistinni fyrir austan? (og mig langar EKKI í "ólíffræðilegan bróður". *hrollur* jú, kannski ef það væri "fully functional android", en þá mætti ekki kalla hann bróður *annar hrollur*)

DonPedro

Ég pant vera óllífræðilegi bróðir þinn!

Hugi

Greinilega Baun, farnir að streyma suður í blaðamennskuna. Og jú, það er örugglega frábært að eiga ólíffræðilegan bróður, ég sé fyrir mér einhverskonar vélmenni. Eða stein, stóran stein sem maður hefur með sér hvert sem maður fer og kynnir sem ólíffræðilegan bróður sinn. Eða Halldór Ásgrímsson, aldrei hef ég séð lífsmark með honum. Pedro, já, ég vil svo gjarnan eiga þig fyrir ólíffræðilegan bróður. Ég held að við höfum mjög góð bróðurleg fæðingarröðunaráhrif.

Lindablinda

lol. Fólk er bull. Annars held ég að mamma sé í sjokki núna. Hún á greinilega einhverja launsyni á rápi um tilveruna, nema þeir séu allir ólíffræðilegir??

Gommit

Þetta kætir mig nærri jafn mikið og að RSS veitan þín er aftur orðin valid og parsast rétt í Sage lesaranum mínum.

Elías

Nei, þetta er áreiðanlega barnaþrælkun á Indlandi. Einhvers staðar í Uttar Pradesh er sweatshop full af sveltandi börnum að hamast við að skrifa mbl.is greinar.

Hugi

Hehe, Elías, já, kæmi ekki á óvart. Kemur líklega í ljós að Actavis er stærsta blaðasamsteypa í heiminum - ég meina, hver trúir því að þeir framleiði "lyf" á Indlandi? Jújú Finnur, fékk ábendingu um RSS-ið í gær, hafði ekki græna baun um að þetta væri ekki virkandi.

Fríða

Það er nú ekki bara eins og það séu hersveitir af útlendingum með orðabækur á skrifstofum mbl, heldur virðast líka hersveitir af égveitekkihverju vera ráðnar til að gera rannsóknir sem eiga að miða að því að menn séu orðnir hommar við fæðingu, eins og það sé nauðsynlegt til að geta komist að eftirfarandi niðurstöðu: "It adds further weight to the argument that lesbian and gay people should be treated equally in society and not discriminated against for something that's just as inherent as skin colour."

Hjörtur

Óttastu eigi bróðir sæll. Bræður erum vér margir, enda mæðrasynir. Ólíffræðilegur er ég þinn bróðir.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin